is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn í Reykjavík > Lagadeild > ML verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19277

Titill: 
 • Reglur EES-réttar um ríkisaðstoð. Þýðing þeirra í íslenskum rétti, úrræði lögaðila og einstaklinga á markaðinum og grundvöllur endurgreiðslukröfu ríkisins
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi gerir ítarlega grein fyrir reglum EES-réttar um ríkisaðstoð. Þýðing reglnanna í landsrétti er skoðuð með hliðsjón af þjóðréttarlegri skyldu Íslands samkvæmt EES-samningnum. Mikil áhersla er lögð á að kynna þau réttarúrræði sem standa bæði einstaklingum og lögaðilum til boða í slíkum málum og athugað er hvort lögaðilar og einstaklingar á EES-svæðinu njóti hér á landi þeirra úrræða sem EES-samningurinn kveður á um. Einnig er lögð rík áhersla á að athuga hvort og hvernig íslenska ríkið getur krafist endurgreiðslu ríkisaðstoðar samkvæmt ákvörðunum eftirlitsstofnunar EFTA.
  Ríkisaðstoð er vítt hugtak og nær til hvers konar íhlutunar fyrir tilstilli ríkis sem felur í sér að ríkið taki að sér fjárhagslega byrði, aðila til hagsbóta. Þjóðréttarlegar skyldur Íslands samkvæmt reglum EES-réttar um ríkisaðstoð eru miklar og hefur ríkið beinlínis afsalað sér valdheimildum í slíkum málum.
  Lögaðilar og einstaklingar geta með ýmsum hætti haft aðkomu að ríkisaðstoðarmálum þó það sé ekki sagt berum orðum í íslenskum lögum. Fyrir eftirlitsstofnun EFTA er staða þeirra mismunandi eftir því hvar málið er statt í málsmeðferðinni, en staða þeirra batnar eftir því sem lengra líður, þó hún felist fyrst og fremst í því að koma upplýsingum um málið á framfæri. Önnur réttarúrræði eru einnig til staðar, en þar má annars vegar nefna heimildir aðila til að krefjast ógildingar á ákvörðunum eftirlitsstofnunarinnar fyrir EFTA-dómstólnum og hins vegar réttarúrræðum fyrir dómstólum Íslands í tilvikum þar sem brotið hefur verið gegn stöðvunarskyldunni.
  Með hliðsjón af norskri réttarframkvæmd verður ekki betur séð en að íslensk stjórnvöld hafi yfirleitt heimildir til að krefjast endurgreiðslu aðstoðar frá viðtakendum hennar. Helsta undantekningin er í tilvikum þar ríkisaðstoð hefur verið veitt á grundvelli skattaívilnana, en óvissa ríkir í íslenskum lögum um hvernig grundvelli slíkrar endurgreiðslukröfu eigi að vera háttað.

 • Útdráttur er á ensku

  In this essay, the EEA state aid rules are explained in detail. Their significance in Icelandic law is examined with respect to Iceland’s obligations under international law according to the EEA Agreement. Emphasis is placed on promoting the legal remedies that are available to both natural and legal persons in state aid cases and it is examined whether persons in the EEA area enjoy all the remedies which the EEA-Agreement provides for in Iceland.
  Furthermore, special importance is placed on whether, and how, the Icelandic government can seek recovery of state aid according to the decision of the EFTA Surveillance Authority. The concept of state aid is wide and encompasses any form of intervention by the state which places a financial burden on it and an advantage for the beneficiary. Iceland’s international obligations according to the EEA state aid rules are substantial and the state has basically waived its powers in such matters.
  Legal and natural persons can be involved in state aid cases in various ways although this is not explicitly stated in Icelandic law. Before the EFTA Surveillance Authority, their position depends on where the case is situated in the procedure, with it getting stronger in its later stages, although it focuses primarily on providing information regarding the case. Other remedies are also available, such as seeking annulment of the Authority’s decisions before the EFTA-court, or remedies before Iceland’s national courts in cases where the standstill obligation has been breached.
  In comparison with Norwegian legal practice it seems that the Icelandic government usually has a basis for potential claims for recovering state aid from its beneficiaries. The main exception is where the state aid has been granted through tax concessions; in such cases there is a legal uncertainty regarding how the basis of the recovery should be construed.

Samþykkt: 
 • 3.7.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19277


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
REGLUR EES-RETTAR UM RIKISADSTOD.pdf842.79 kBLokaður til...01.05.2025HeildartextiPDF