Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19280
Ísland var fyrsta ríki Evrópu sem hóf fríverslunarviðræður við Kína og fríverslunarsamningur Íslands og Kína fullgiltur af hálfu Íslands þann 29. janúar 2014 og stendur til að Kína fullgildi samninginn á næstu mánuðum. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að svara þeirri spurningu hvort fríverslunarsamningur Íslands og Kína gangi lengra í átt til frelsis í viðskiptum en þeir alþjóðlegu samningar sem Ísland er nú þegar aðili að. Ritgerðin svarar þremur spurningum i) felur fríverslunarsamningur Íslands og Kína í sér víðtækara afnám tolla í vöruviðskiptum heldur en GATT-samningurinn á helstu inn- og útflutningsvörum á milli samningsaðila og að hvaða marki, ii) opnar fríverslunarsamningur Íslands og Kína á frekara frelsi í þjónustuviðskiptum heldur en fyrirliggjandi GATS-samningur á milli samningsaðila og iii) veitir fríverslunarsamningur Íslands og Kína ríkisborgurum aðildarríkjanna rýmri heimildir til fjárfestinga á yfirráðasvæði hvors annars. Einnig verður fjallað um hvernig úrlausnum ágreiningsmála skuli háttað á milli aðila og hvaða atriði hafa verið umdeild í fríverslunarsamningi Íslands og Kína. Á eftir hverjum meginkafla ritgerðarinnar er gerð samantekt á helstu niðurstöðum en í lokin koma fram niðurstöður og ályktanir höfundar.
Tilgangur ritgerðarinnar er að leiða í ljós þau atriði sem skipta máli í fríverslunarsamingnum um viðskipti með vörur og þjónustu á milli aðila. Niðurstaðan var sú að það verði umtalsverð breyting á tollaumhverfi í vöruviðskiptum á milli ríkjanna sem tollar á heilstu inn- og útflutningsvörum beggja samningsaðila munu falla niður við fullgildingu samningsins, þar eru hagsmunir íslenskra sjávarútvegs- og fiskvinnslufyrirtækja einstaklega mikilvægir. Þegar litið er til þjónustuviðskipta þá var niðurstaðan sú að lítil breyting hafi orðið á skuldbindingum aðila skv. GATS-samningnum. Heimildir Kínverja til fjárfestinga hér á landi munu haldast óbreyttar þar sem samningurinn veitir ekki rýmri heimildir fyrir fjárfestinga samnignsaðila í ríkjum hvors annars en yfirlýsingar samningsaðila benda þó til þess að vilji sé til frekara samstarfs.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaeintak.pdf | 1,13 MB | Lokaður til...31.05.2134 | Heildartexti |