is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19287

Titill: 
  • Skylda til sáttameðferðar samkvæmt barnalögum nr. 76/2003
  • Titill er á ensku Mandatory Mediation According to Icelandic Children’s Act no. 76/2003
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða sáttamiðlun og skyldu til sáttameðferðar samkvæmt barnalögum nr. 76/2003 eins og þeim var breytt með lögum 61/2012. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er almenn umfjöllun um sáttamiðlun og í seinni hluta er fjallað um skyldu til sáttameðferðar. Sáttamiðlun hefur reynst vel í fjölskyldumálum og hafa Noregur og Danmörk gengið það langt að gera sáttamiðlun að skyldu með lögum. Ísland hefur farið að þeirra fordæmi og sett á skyldubundna sáttameðferð með lögum nr. 61/2012, um breytingu á barnalögum nr. 76/2003, sem tóku gildi 1. janúar 2013. Leitast var við að svara hvort skyldubundin sáttameðferð sé líkleg til árangurs. Til að varpa ljósi á hvort svo sé er farið ítarlega yfir efni ákvæðisins sem var lögfest, reglur sem eru byggðar á ákvæðinu, framkvæmd, reynslu sýslumannsembætta frá því að úrræði hófst og reynslu annarra landa. Í þeim efnum komu til skoðunar ýmis álitaefni varðandi skyldubundna sáttameðferð. Kom þar helst til skoðunar að árangur í sáttameðferð er háður vilja aðila til að ná sáttum. Þó svo að fallast megi á að svo sé þá er ekki unnt að útiloka árangur ef vilji er ekki staðar í upphafi. Í tengslum við það kom til skoðunar hvort sáttameðferð henti ekki í ákveðnum málum og hvort veita eigi undanþágu frá skyldunni í tilteknum tilvikum. Ekki var að sjá annað en að skyldubundin sáttameðferð sé líkleg til árangurs. Að minnsta kosti er hagkvæmt að skoða úrræðið sem lausn á ágreiningi en óhætt er segja að skyldubundin sáttameðferð sé skylda til að skoða úrræðið en ekki að taka þátt.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this thesis is mediation and mandatory mediation according to Icelandic Children’s Act no. 76/2003. The first part of the thesis covers mediation in general and in the second half covers mandatory mediation. In the cases of family disputes mediation has been proven very effective. Norway and Denmark have gone as far as to legalize mandatory mediation. Iceland has followed their example with law no. 61/2012, about amendment to the Children’s Act no. 76/2003. This amendment took effect on January 1, 2013. The main object of this thesis is to answer that question; is mandatory mediation likely to be successful? In order to do so the discussion covers the content of the clause in question, rules that have been applied, execution, experience in Iceland and in other countries. Mandatory mediation raises various issues. One of the main arguments for success in mediation is that the parties involved have to be willing to participate. Even though it is reasonable to agree with that argument it does not mean that success is precluded when a party is unwilling. This raises other issues such as whether some cases do not belong in mediation and if there should be exemption in certain cases. All considered it seems that mandatory mediation is likely to be successful. At least it is practical for the parties to at least consider mediation to resolve their disputes. It is safe to say that mandatory mediation requires that parties consider mediation as an option but does not involve obligation to participate.

Samþykkt: 
  • 3.7.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19287


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_ritgerð_vor_2014_varid.pdf662.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna