is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19288

Titill: 
  • Ákvörðun refsinga fyrir kynferðisbrot gegn börnum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ákvörðun refsinga fyrir kynferðisbrot gegn börnum
    Úttekt á dómaum Hæstaréttar frá 2004 til 2013
    Í þessari ritgerð er fjallað um kynferðisbrot gegn börnum. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er könnun á dómum Hæstaréttar þar sem sakfellt hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn börnum á tímabilinu 18. júní 2004 til 6. febrúar 2014. Áhersla var lögð á að kanna hvaða þættir það eru sem dómarar horfa helst til í þessum brotaflokki þegar refsing er ákveðin. Við ákvörðun refsingar eru ýmsir þættir sem geta haft áhrif á þyngd hennar, bæði lögmæltar og ólögmæltar refsiákvörðunarástæður. Farið var ítarlega í þær refsiákvörðunarástæður sem vísað var til í þeim dómum sem hér voru til skoðunar með tilliti til dómanna. Þeir þættir sem oftast var vísað í við ákvörðun refsingar í dómunum var sakaferill ákærða og hvort um brotasamsteypu var að ræða. Önnur atriði sem höfðu helst áhrif við ákvörðun refsingar í kynferðisbrotum gegn börnum voru tengsl ákærða og brotaþola, aldur brotaþola og hversu alvarlegt brotið var og/eða í hversu langan tíma brotin stóðu yfir. Flestar þær refsiákvörðunarástæður sem vísað var til í dómunum voru lögmæltar en oft vísa dómarar einungis í þá þætti sem hafa áhrif á refsinguna án þess að tilgreina viðeigandi lagaákvæði í dómnum. Í þeim dómum sem hér voru til skoðunar voru sjálf lagaákvæðin tilgreind í fimmta hverjum dómi eða í 20% tilvika og var tilgreiningu lagaákvæða við ákvörðun refsinga í dómunum þar af leiðandi ábótavant. Að lokum var stutt umfjöllun um norska löggjöf og dómaframkvæmd tengd brotaflokknum.

Samþykkt: 
  • 3.7.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19288


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÁKVÖRÐUN REFSINGA - HALLDÓRA ÓLÖF.pdf1.13 MBLokaður til...13.05.2030HeildartextiPDF