Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/19292
Í þessari ritgerð er leitast við að skýra út í víðu samhengi þau gjaldeyrishöft sem sett voru hér á landi með formlegum hætti 28. nóvember 2008, eftir að mikil efnahagskreppa reið yfir landið. Síðan 2008 hafa orðið ótalmargar breytingar á lögum og reglum til þess að viðhalda gjaldeyrishöftunum og aðalmarkmiði þeirra, að tryggja stöðugleika í gengis- og peningamálum þjóðarinnar. Megintilgangur ritgerðarinnar er því að setja fram þær réttarheimildir sem gilda um gjaldeyrishöftin og þá túlkunar- og skýringarmöguleika sem standa til boða varðandi þær takmarkanir og kvaðir sem gjaldeyrishöftin kveða á um. Efnissvið ritgerðarinnar er engu að síður víðtækt og er aðeins stiklað á stóru yfir ákveðin atriði sem þó er nauðsynlegt að víkja að til þess að veita heildarmynd af gjaldeyrishöftunum og ástæðum þeirra.
Helsta niðurstaða ritgerðarinnar er sú að meginregla laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál, sem fela í sér núgildandi réttarheimildir gjaldeyrishaftanna, virðist vera sú að allar fjármagnshreyfingar og gjaldeyrisviðskipti séu óheimil nema þau séu sérstaklega heimiluð. Þannig eru allar undantekningar frá þeirri meginreglu túlkaðar þrengjandi lögskýringu af Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að gjaldeyrishöftin takmarki eignar- og ráðstöfunarrétt einstaklinga og lögaðila sem verndaður er af 72. gr. Stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944. Gjaldeyrishöftin og lagasetning vegna þeirra hefur því snúið fyrri stefnu Íslands í gjaldeyrismálum á haus en með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu voru fjármagnshreyfingar gefnar frjálsar í samræmi við eitt af grundvallar markmiðum þess.
Flestum er ljóst að gjaldeyrishöftin hafta skaðleg áhrif, en engu að síður eru fjölmargir aðrir þættir sem stuðla að þeim greiðslujafnaðarvanda sem íslenska hagkerfið stendur frammi fyrir og er ein helsta ástæða þess að gjaldeyrishöftin eru enn við líði.
In this thesis it is endeavored to explain in wide concept the capital controls that were formally adapted into law on 28 November 2008, following the occurrence of the great economic crises in Iceland. From the year 2008 various amendments of primary and secondary legislation have been passed in order to maintain the capital controls and their primary objective to ensure stability in the foreign exchange and monetary matters of the nation. The primary objective of this thesis is to set out the source of law that apply in relation to the capital controls and the ways to interpret and clarify that are available in relation to the restrictions and obligations that the capital controls impose. Nevertheless, the scope of the thesis is wide and certain issues are only touched up on as may be necessary to discuss in order to provide an overall view of the capital controls and the reasons there for.
The main conclusion of the thesis is that the principle rule of Act no. 87/1992 on foreign exchange, that includes the currently applicable source of law for the capital controls, seems to be that all capital movements and any foreign exchange thereof are prohibited unless specially authorized. Thereby, all exceptions from the principle rule are subject to narrow legal interpretation by the Central Bank of Iceland, despite the fact that the capital controls limit the right of natural and legal persons to property and disposition that is protected by Article 72 of the Constitution of Iceland. The capital controls and legislation as a result there of has completely overturned the previous policy of Iceland in foreign exchange, but with Iceland´s membership of the European Economic Area, all movements of capital were made free in accordance with one of the area´s fundamental objective.
Most people understand that the capital controls have adverse effect, but nevertheless there are many other aspects that contribute to the problems in relation to balance of payments that the economy faces and are the main reason for that the capital controls still exist.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
KJ_Land haftanna túlkun og skýring á helstu réttarheimildum gjaldeyrishafta.pdf | 982.34 kB | Locked Until...2100/05/01 | Complete Text |