Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19294
Tilgangur þessa verkefnis var að kanna möguleikann á að fækka vinnustundum og auka skilvirkni í hönnun breytilegra tækja og tækjahluta hjá Marel með aðstoð tölvustuddrar hönnunar (CAD) og með aðferðafræði einingarvæðingar (e. modularization).
Þróaður var vinnuferill til að framkalla framleiðslugögn beint upp úr fyrirkomulagsteikningu með hjálp forritunar. Færiband var hannað frá grunni með það í huga að samnýta einingar og ná þannig fram sem mestum sveigjanleika með sem minnstri fyrirhöfn. Prufueintak af færibandinu var framleitt með góðum árangri og þannig gerð prófun á bæði framleiðslugögnum og smíða- og samsetningaleiðbeiningum.
Ferillinn sem þróaður var lofar góðu fyrir framhaldið og gæti reynst gríðarlega mikilvægt skref í áframhaldandi vinnu við að auka skilvirkni, lækka kostnað og stytta afhendingartíma.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
SIR_From Layout to Manufacturing.pdf | 13,38 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |