is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19298

Titill: 
 • Hreyfing og fæðingarþunglyndi. Gildi hreyfingar sem hluti af meðferð
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fæðingarþunglyndi þjakar um það bil 10–15 % kvenna en fæðingarþunglyndi er skilgreint sem geðlægðarlota eða langvinn geðlægð á fyrstu mánuðunum eftir barnsburð. Orsakir þess eru óþekktar en líklega er um að ræða samaspil margar þátta. Þeir þættir sem áhrif hafa geta verið af sálrænum toga og/eða átt uppruna sinn að rekja til líffræðilegra eða félagsfræðilegra þátta auk þess sem menningalegir þættir geta haft áhrif. Fæðingarþunglyndi getur haft slæmar afleiðingar í för með sér, ekki eingöngu fyrir móðurina heldur einnig ungabarnið og fjölskylduna í heild og er því mikilvægt að grípa sem fyrst inn í með viðeigandi meðferð.
  Markmið þessarar kerfisbundnu samantektar er að varpa ljósi á gagnsemi hreyfingar sem hluta af meðferð við fæðingarþunglyndi. Hreyfing hefur almennt reynst áhrifarík við þunglyndi og því við hæfi að kanna áhrif hennar á þunglyndi í kjölfar barnsburðar.
  Markviss leit af hágæða rannsóknum fór fram frá september 2013 til mars 2014. Við heimildaleitina voru notaðir gagnabankar á borð við Leitir.is, PEDro og PubMed. Að lokum fundust tíu rannsóknir sem uppfylltu öll skilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni. Níu af þessum tíu rannsóknum sýndu fram á jákvæð áhrif hreyfingar á fæðingarþunglyndi eða einkenni þess en engu að síður ber að túlka niðurstöðurnar af varkárni vegna takmarkana í rannsóknunum. Til viðbótar við kerfisbundnu samantektina voru tekin viðtöl við heilbrigðisstarfsmenn, einn geðlækni og einn sérfræðing í hjúkrun, hjá Miðstöð foreldra og barna sem sinna konum með fæðingarþunglyndi til að kanna hvort þar sé hreyfing ráðlögð samhliða hefðbundinni meðferð.
  Þrátt fyrir takmarkaðan fjölda rannsókna á þessu sviði og annmarka þeirra gefa niðurstöðurnar vísbendingar og grunn fyrir framtíðarrannsóknir að byggja á.

 • Útdráttur er á ensku

  Approximatly 10–15 % of women suffer from postpartum depression (PPD) which is a type of clinical depression in the first few months after childbirth. The etiology of PPD is not well understood but studies tend to show that many causes can be involved. Risk factors for PPD can be of psychological, biological or social origin, as well can cultural factors affect the new mother’s wellbeing. PPD can have negative consequences not only for the mother but also for the child and family as a whole. Therefore it is important to intervene and offer a suitable treatment.
  The goal of this systematic review is to put forward the benefit of exercise as a part of treatment for PPD. Physical exercise is a form of treatment that is effective for clinical depression in general and it would appear worthwhile and appropriate to examine the effects of exercise as a treatment for PPD.
  The search for quality studies took place between September 2013 and March 2014 using electronic databases such as: Leitir.is, PEDro and PubMed. Ten studies were eligible for inclusion. Nine of these ten studies showed positive outcome for use of physical exercise as a form of treatment for PPD. However, caution should be taken when interpreting these results due to the studies limitations. In addition, interviews were taken with health care professionals at The Center for Parents and Children that gives service to women with PPD to find out if exercise is recommended as an addition to standard care.
  Despite the limited number of studies in this field and their shortcomings, the results provide a base for future recearches to build on.

Samþykkt: 
 • 8.7.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19298


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hreyfing og fæðingarþunglyndi.pdf734.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna