is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1930

Titill: 
  • Áhrif meðhöndlunar með fiskpeptíðum á ósérhæfða ónæmissvörun í þorsklirfum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni voru þorsklirfur meðhöndlaðar með ufsapeptíðum og rannsakað hvort þau hefðu ónæmisörvandi áhrif á lirfurnar. Örvun ósérhæfðar ónæmissvörunar var rannsökuð með tilliti til tveggja mismunandi þátta, það er lýsósíms og IgM, en það eru mikilvægir þættir í ósérhæfðu ónæmissvari. Við verkefnið var notuð ónæmisvefjafræði, þ.e. vefjasneiðar litaðar með sérhæfðum mótefnum til þess að rannsaka hvort lýsósím og IgM væru til staðar og hvort að meðhöndlun með ufsapeptíðum hefði ónæmis¬örvandi áhrif á lirfurnar, þ.e. með tilliti til þessara þátta. Jafnframt var skoðað hvort lífslíkur og vöxtur lirfanna ykist við meðhöndlun með ufsapeptíðum. Með þessum hætti var reynt að meta hvort að ufsapeptíðin búi yfir lífvirkni en ufsinn er vannýtt og verðlítið hráefni og áhugavert ef unnt reynist að auka verðmæti hans með þessum hætti.
    Niðurstöður benda til þess að meðhöndlun með ufsapeptíðum geti stuðlað að jákvæðum áhrifum í þorsklirfum á fyrstu stigum eldis. Lýsósím og IgM greindust 28 dögum eftir klak og hafði svörun þeirra aukist 42 dögum eftir klak. Mótefnasvörun gegn lýsósími á yfirborði lirfanna reyndist vera mun greinilegri í þeim lirfum sem meðhöndlaðar voru með ufsapeptíðum. Einnig kom fram sterkari svörun gegn IgM í meltingarvegi meðhöndlaðra lirfa samanborið við svörun í meltingarvegi ómeðhöndlaðra lirfa. Þar sem lýsósímvirkni hefur einungis greinst í fremur litlu magni í stærri þorski og IgM hefur ekki verið greint í þorsklirfum, getur hugsast að um ósérhæfða bindingu mótefna sé að ræða við óþekktar sameindir í slímhúð í meltingarvegi og á yfirborði lirfa. Munurinn á milli ómeðhöndlaðra og meðhöndlaðra lirfa gæti því verið vegna aukinnar slímmyndunar í meðhöndluðum lirfum.
    Sterkar vísbendingar eru um að ufsapeptíðin stuðli að eðlilegri þroskun lirfanna og sterkbyggðari vefjalögum. Þar að auki er hugsanlegt að í réttu magni geti þau haft jákvæð áhrif á bæði vöxt og lifun lirfa.

Samþykkt: 
  • 18.9.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1930


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni AÐAL.pdf27.58 MBOpinnÁhrif meðhöndlunar með fiskpeptíðum á ósérhæfða ónæmissvörun í þorsklirfum - heildPDFSkoða/Opna