is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19303

Titill: 
  • Hvatar að mótun heildarstefnu um uppbyggingu og rekstur meðferðarstofnana
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um eigindlega tilviksrannsókn um þingsályktunartillögu um mótun heildarstefnu um meðferðarstofnanir fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur sem var lögð fram á Alþingi vorið 2002. Markmið rannsóknarinnar var að greina hvata þess að tillagan var lögð fram, áhrifavalda og áherslur við stefnumótunarvinnu og væntingar flutningsmanna tillögunnar til ávinnings af mótun heildarstefnu.
    Stuðst var m.a. við hugmyndir Hood (1991) um nýskipan í ríkisrekstri og Kingdon (1985) um áhrifavalda við mótun heildarstefnu (public policy). Einnig var stuðst við fræðileg skrif um þingsályktanir og áfengi í samfélaginu. Rætt var við fimm flutningsmenn þingsályktunartillögunnar og þrjá lækna sem annast stjórnun og eftirlit áfengis- og vímuefnameðferðar. Leitað var svara við spurningum um tilurð þingsályktunarinnar og hugmyndir viðmælenda um áhrifavalda, áherslur og ávinning af stefnumótunarvinnu.
    Viðmælendur rannsóknarinnar töldu að heildarstefna sem byggir á þarfagreiningu og samráði við marga sem málið varðar og felur í sér 1) afmörkun málaflokksins í lagalegu- og stjórnsýslulegu samhengi, 2) fjárhagsramma, 3) skilgreiningar á markmiðum þjónustu og árangursviðmið og 4) skilyrði um eftirlit sé líkleg leið til að bæta þjónustu og gera hana hagkvæmari. Þingsályktun um málefni og mótun stefnu um það getur auk þess dregið athygli að því og mjakað því aðeins framar í forgangsröð framkvæmdavaldsins.

Samþykkt: 
  • 10.7.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19303


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPA-ritgerð_2006_endanleg útgáfa.pdf425.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna