is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19306

Titill: 
 • Vitnavernd á Íslandi : er þörf á úrbótum?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Vitnavernd er víðtækt hugtak allt frá tillitsreglum til virkra verndarúrræða sem tryggja vitnum raunhæfa vernd gagnvart yfirvofandi hættu gegn lífi þeirra og nákominna aðila. Verndarúrræði eru til þess fólgin að skapa öruggar aðstæður fyrir, á meðan og á eftir dómsmál með tilliti til þarfa vitnis hvort sem slíkt er sökum aldurs, andlegs ástands, fötlunar eða yfirvofandi hættu. Megintilgangur vitnaverndarúrræða er að tryggja að vitni veiti rétta skýrslu af fúsum og frjálsum vilja.
  Vitnavernd er hér skipt niður í fimm flokka: Rannsókn glæpa með tilliti til þarfa brotaþola og vitna til verndar, almenn vitnaverndarúrræði, almenn réttarfarsleg úrræði, sértæk réttarfarsleg úrræði og vitnaverndaráætlun. Á Íslandi er ekki til vitnaverndaráætlun og því aðeins tæk úrræði samkvæmt fyrstu fjórum flokkunum. Upp hafa komið dómsmál hér á landi þar sem grunur leikur á að vitnum hafi verið hótað og jafnvel grunur um að vitni hafi þolað líkamsmeiðingar þegar reynt var að hafa áhrif á vitnisburð þeirra. Mætti réttindum vitna því vera betur tryggð í lögum í ljósi vitnaskyldu á landi, svo mögulegt sé að tryggja að vitni gefi rétta skýrslu fyrir dómi af fúsum og frjálsum vilja.
  Ísland er aðili að Evrópuráðssamningi um aðgerðir gegn mansali og samningi Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til að sporna við skipulagðri, fjölþjóðlegri glæpastarfsemi. Þar hefur Ísland gengist undir þá skyldu að þjóðarétti að tryggja vitnum formleg virk verndarúrræði. Við vissar aðstæður ber íslenska ríkið skyldu til virkrar verndar samkvæmt jákvæðriskyldu nokkurra ákvæða Mannréttindasáttmála Evrópu.
  Það má læra mikið af úrræðum annarra Norðurlanda til að tryggja vitnum vernd. Svíþjóð og Danmörk hafa gengið lengst Norðurlandanna með því að vera með formlega vitnaverndaráætlun. Í niðurstöðum kemst höfundur að því að þörf sé á úrbótum hér á landi til að tryggja vitnum virk verndarúrræði og gerir tillögur að úrbótum varðandi vitnavernd.

 • Útdráttur er á ensku

  Witness protection is a broad term which ranges from rules for consideration up to active protective measures that gives witnesses real protection against imminent threat to their lives or persons close to the witness. Protective measures are set to create secure environment before, during and after the trial with regards to the witness needs whether that stems from age, mental aspects, disability or imminent danger. The main purpose of such witness protection measures is to enable the witness to give freely and willingly a truthful testimony.
  Witness protection is categorised here in five categories: Police procedures which take into consideration the needs of protection of crime victims and witnesses, general witness protection measures, general procedural protective measures, special procedural measures and witness protection program. In Iceland there is no formal witness protection program and therefor only measures available from the first four categories. In native court cases there can be found cases where it is suspected that witnesses have been threatened and even where it is suspected that witnesses have been physically injured in the purpose of getting them to change their testimony. There is a duty to give witness testimony before the courts. Therefore it is possible that the rights of the witnesses could be better secured by law so it can be best ensured that witnesses give their testimony truthfully and by their own free will.
  Iceland is a member state to the Council of Europe Convention on Action against Trafficking in Human Beings and the United Nations Convention Against Transnational Organized Crime. By signing those conventions Iceland has undertaken the international duty to secure witnesses formal active protective measures. It could also be argued that Iceland shoulders the duty to have such active measures due to the positive duty in some of the articles of the European Convention on Human Rights.
  The Nordic countries have some available witness protection measures that can be learned from. Sweden and Denmark have gone furthest of the Nordic countries in witness’s protection by having formal witness protection programs. It is clear that in Iceland reforms are necessary to have available to witness real and active protective measures and the author gives recommendations for reforms on witness protection.

Athugasemdir: 
 • Læst til 1.5.2018
Samþykkt: 
 • 6.8.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19306


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vitnavernd á Íslandi, er þörf á úrbótum..pdf767.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna