is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19310

Titill: 
  • 33. gr samningalaga. Mörkin milli óheiðarleika og svika í skilningi samningaréttar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðarinnar er að gera grein fyrir mörkum milli óheiðarleika og svika í skilningi samningaréttar. Bæði hugtökin byggja á ógildingarheimildum sem er að finna í III. kafla laga nr. 7/1936. Það fyrranefnda í 33. gr. og það síðara í 30. gr. Við fyrstu sýn er ekki fullkomlega ljóst hvar skilur á milli og til að finna svör verða ákvæðin skoðuð með það fyrir augum að gera grein því hvað reglurnar eiga sameiginlegt og hvað ekki.
    Umfjöllunarefni ritgerðarinnar lýtur að ógildingarheimildum en allar slíkar heimildir eru undantekningar frá meginreglum samningaréttar um skuldbindingargildi samninga og samningsfrelsið. Áður en ákvæði 33. gr. og 30. gr. eru nánar skoðuð verður helstu einkennum þessara grundvallarreglna réttarsviðsins lýst. Því næst verður litið til ógildingarástæðna almennt auk þess sem gerð verður grein fyrir réttaráhrifum ógildra löggerninga. Í ritgerðinni verður lögð áhersla á flokkun þessara tveggja ákvæða eftir sanngirnissjónarmiðum annars vegar og tilurð samnings hins vegar. Þar sem hugtakið óheiðarleiki vísar til breytilegra siðferðiskrafna en svik ekki, þó e.t.v. sé þar einnig sanngirnissjónarmiða að gæta, er strax í byrjun að finna vísbendingu um að einkenni ákvæðanna séu ekki að öllu leyti með sama móti. Til að byrja með verða greinarnar skoðaðar sitt í hvoru lagi og leitast við að gera grein fyrir helstu einkennum 33. gr. og 30. gr., s.s. skilyrðum þeirra, réttaráhrifum og dómaframkvæmd. Umfjöllun um óheiðarleikaákvæðið er heldur ítarlegri en sú sem lýtur að svikum og eru ástæðurnar annars vegar þær að lítið hefur verið skrifað um svik, bæði hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum, og hins vegar þær að í ritgerðinni verður gerð grein fyrir þeim breytingum sem gerðar voru á samningalögunum árið 1986 með lögfestingu 36. gr., og þeim áhrifum sem 33. gr. varð fyrir við gildistöku laga nr. 11/1986. Við skýringu ákvæðanna verður stuðst við dómaframkvæmd Hæstaréttar að því leyti sem á við og er tilgangurinn með því sá að gefa skýrari svör við yfirskrift ritgerðarinnar. Í lokin verða niðurstöður meginkaflanna svo dregnar saman þar sem lýst verður hvar skilur á milli óheiðarleika og svika í skilningi samningaréttar.

Samþykkt: 
  • 7.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19310


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
33.gr. - Mörkin milli óheiðarleika og svika í skilningi samningaréttar.pdf470.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna