Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19313
Í ritgerðinni er fjallað um stöðu fylgifjár veðsettra fasteigna út frá ýmsum hliðum. Meðal annars er merking hugtaksins fylgifé útskýrð og skoðað hvernig greint er á milli almenns, sérstaks og lögbundins fylgifjár. Fjallað er um meginreglu samningsveðlaga um afmörkun veðréttar í fasteignum með sérstakri áherslu á fylgifé þeirra. Þá eru áhrif viðskiptavenja á stöðu fylgifjár við veðsetningu fasteigna könnuð og þáttur dómstóla í mótun þeirra. Í því samhengi er litið yfir íslenska, norska og danska dómaframkvæmd. Einnig fjallað um hugsanleg áhrif veðsetningar á hagnýtingar- og meðferðarheimildir fasteignaeigenda yfir fylgifé fasteigna og að endingu farið í samanburð á stöðu fylgifjár við veðsetningu annars vegar og við fasteignakaup hins vegar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
JorunnPala_BAritgerd_2014.pdf | 411.95 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |