is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19319

Titill: 
 • Uppbygging Landspítala við Hringbraut í Reykjavík
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn er ferli uppbyggingar Landspítala við Hringbraut í Reykjavík lýst allt frá sameiningu sjúkrahúsanna tveggja í byrjun árs 2000 til vormánaða 2014. Rannsóknarspurningarnar voru tvær:
  1. Hvað kann að skýra að uppbyggingu Landspítala var valinn staður við Hringbraut í Reykjavík?
  2. Hvað gæti skýrt að innleiðingu ákvörðunar um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut í Reykjavík er ekki lokið?
  Í rannsókninni var ferli uppbyggingarinnar skipt í fjóra þætti, þ.e. dagskrársetningu, greiningu valkosta, ákvarðanatöku og innleiðingu. Kenningarlegur rammi rannsóknarinnar tók á sömu fjórum þáttum.
  Rannsóknaraðferðin var lýsandi tilviksrannsókn. Tvær leiðir voru farnar til gagnaöflunar þ.e. rýni ritaðra heimilda og viðtöl við sex sérfræðinga.
  Helstu niðurstöður eru þær að kenningarnar sem mynduðu ramma þessarar rannsóknar skýra vel þá fjóra þætti í opinberri stefnumótun sem rannsóknin beindist að. Einnig að vönduð greining valkosta og aðkoma æðstu stjórnvalda voru mikilvæg í ákvarðanatökuferlinu. Ennfremur er það niðurstaða rannsóknarinnar að skortur á pólitískri samstöðu og stýringu, ásamt skorti á fjármagni hafa tafið innleiðingu ákvörðunar um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut.

 • Útdráttur er á ensku

  This research describes the process of rebuilding Landspitali at Hringbraut in Reykjavík, from the merger of the two hospitals in Reykjavík in the beginning of the year 2000 to the spring of 2014. Two questions lead the research:
  1. What might explain the choice of Hringbraut in Reykjavík as the location for the rebuilding of Landspitali?
  2. What could explain the fact that the implementation of the decision to rebuild Landspitali at Hringbraut in Reykjavik has not been successful?
  In the research the process of rebuilding Landspitali was described in four steps i.e., agenda setting, analysis of options, decision making and implementation. The theoretical framework of the study covered the same four issues.
  The research method was descriptive case study. Data was gathered in two ways, by thorough analysis of written data and by interviewing six specialists (elite interviews).
  The main conclusions are that the theoretical framework of the study gave a good explanation of the four steps of public policy making outlined in the research. Additionally, thorough analysis of options and full involvement of the highest political authority was important in the decision making process. Furthermore the lack of political unity and direction, in addition to the lack of funding have been the main barriers in the implementation of the decision to rebuild Landspitali at Hringbraut in Reykjavik.

Samþykkt: 
 • 14.8.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19319


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elsa B Friðfinnsdóttir.pdf643.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna