is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19328

Titill: 
  • Tennis á Íslandi. Saga og stefnumótun íþróttarinnar.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um tennishreyfinguna á Íslandi. Markmiðið er að móta afreksstefnu fyrir Tennissamband Íslands og hreyfinguna. Stefnumótun sem þessi varpar ljósi á helstu þætti íþróttarinnar og getur verið eitt skref í að bæta hana. Fyrst voru skoðaðir þættir sem snéru að sögu tennis á Íslandi, kröfur íþróttarinnar og mikilvægi afreksstefna. Í verkefninu var skoðuð umfjöllun um afreksstefnur og tilgang þeirra. Einnig hver er skilgreiningin á afreksmanni og hvað einkennir hann. Notuð voru eigindleg viðtöl með opnum spurningum við reynda viðmælendur tengda tennishreyfingunni til að afla nánari upplýsinga. Markmið viðtalanna var að fá innsýn inn í tennishreyfinguna á Íslandi. Hvað þeir töldu vera meginmarkmið með afreksstefnu og þjálfun á afreksmönnum.
    Verkefnið var gert með það að leiðarljósi að Tennissamband Íslands myndi nota stefnunmótunina og gæti notið góðs af henni. Í verkefninu má sjá hina ýmsu þætti sem brýnt er að skoða betur og bæta til þess að tennis á Íslandi geti náð meiri framförum.
    Lykilorð: Afreksstefna, Afreksmaður, Stefnumótun, Tennissamband Íslands, Tennis, Þjálfun.

Samþykkt: 
  • 21.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19328


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TENNIS Á ÍSLANDI-Saga og mótun.pdf824.25 kBOpinnPDFSkoða/Opna