is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19333

Titill: 
  • Áhrif hreyfingar á lífsgæði einstaklinga með slitgigt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Slitgigt er skilgreind sem algengasta form gigtarsjúkdóma og orsakast meðal annars af brjóskeyðingu. Sjúkdómurinn er algengasta orsök hreyfiskerðingar og örorku. Slitgigt er algengasti króníski sjúkdómurinn sem hrjáir eldra fólk og er hún til að mynda algengari en hár blóðþrýstingur, hjartveiki og sykursýki. Ef fólk greinist fyrir fertugt er orsökin yfirleitt liðmeiðsli sem það varð fyrir á sínum yngri árum.
    Slitgigt er einnig algengasti liðsjúkdómurinn en um 60% karla og 70% kvenna á aldrinum 65 ára og eldri fá sjúkdóminn. Algengustu einkenni slitgigtarinnar eru stækkun beina, verkir, skert hreyfigeta, brak í liðum við hreyfingu, viðkvæmni liðamóta við þrýstingi, stífleiki einkum á morgnana, skertur liðleiki, takmarkað hreyfisvið, skert líkamleg virkni, takmörkun á félagslegum athöfnum og starfhæfri getu, útstreymi liðvökva, bólgur og afmyndun liðamóta.
    Markmið ritgerðarinnar er að kanna hvort hreyfing geti haft áhrif á lífsgæði fólks með slitgigt. Tilgangur ritgerðarinnar er að auka þekkingu á áhrifum hreyfingar á slitgigt. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að regluleg hreyfing/líkamsrækt hefur jákvæð áhrif á virkni og lífsgæði einstaklinga með slitgigt. Það hefur sýnt sig að líkamlega virkur lífstíll dregur úr verkjum og eykur virkni á meðal eldri sjúklinga með slitgigt, bætt lífsgæði fólks með slitgigt er afleiðing af aukinni virkni. Æfingameðferð fyrir slitgigtarsjúklinga miðar að því að draga úr verkjum og örorku. Æfingameðferðin hefur meira að segja varðandi lífsgæði slitgigtarsjúklinga en lyfjameðferðin og hefur miklu meiri langtímaáhrif en lyfjameðferðin.

Samþykkt: 
  • 21.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19333


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerðin.pdf425.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna