is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19335

Titill: 
  • Axlarmeiðsl í handknattleik á Íslandi tímabilið 2013-2014
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Handknattleikur er íþrótt sem á rætur sínar að rekja til Danmerkur. Handknattleikur hefur verið leikinn á Íslandi frá því um árið 1925. Axlarmeiðsl í íþróttum sem krefjast þess að þátttakendur noti hendur fyrir ofan höfuð eru vel þekkt. Axlarliðurinn hefur gríðarlegt hreyfisvið og þarfnast hann vöðvajafnvægis og liðleika til þess að hann virki sem skyldi. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða tíðni eymsla í öxl skothandar leikmanna í efstu deild í handknattleik á Íslandi tímabilið 2013-2014. Að skoða hvort handknattleiksmenn í efstu deild á Íslandi geri meiðslafyrirbyggjandi æfingar fyrir axlir. Einnig að kanna hvort að félög í efstu deild séu með stefnu varðandi meiðsl leikmanna. Átta lið tóku þátt í rannsókninni alls 115 leikmenn og 6 þjálfarar. Leikmenn svöruðu spurningalista á spurningaforritinu Question Pro og þjálfarar svöruðu spurningalista í gegnum vefpóst. Helstu niðurstöður eru þær að 60,9% leikmanna fundu fyrir eymslum í öxl skothandar á tímabilinu og að 58,8% leikmanna gera meiðslafyrirbyggjandi æfingar fyrir axlir. Leikmenn sem finna fyrir eymslum í öxl eru líklegri til þess að gera meiðslafyrirbyggjandi æfingar heldur en þeir sem finna ekki fyrir eymslum. Marktækur munur var á leikmönnum sem fundu fyrir eymslum og leikmönnum sem fundu ekki fyrir eymslum eftir því hvaða leikstöðu þeir spila.

Samþykkt: 
  • 21.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19335


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Axlarmeiðsl í handknattleik á Íslandi tímabilið 2013-2014.pdf497.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna