is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19340

Titill: 
  • Hreyfiseðlar - Hvernig er hægt að að stuðla að því að þeir verði raunhæft meðferðarúrræði við lífsstílssjúkdómum á Íslandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að hreyfing sé gagnleg forvörn og meðferð við lífsstílssjúkdómum. Í kjölfar aukinnar kyrrsetu hafa lífsstílssjúkdómar aukist og nú er talið að fleiri látist úr lífsstílssjúkdómum en smitsjúkdómum á heimsvísu. Til að sporna við lífsstílssjúkdómum er ráðlagt að stunda heilbrigðan lífsstíl sem inniheldur hollt mataræði og hreyfingu. Hreyfiseðill er meðferðarúrræði sem verið er að innleiða á Íslandi til að stuðla að bættum lífsstíl. Hreyfiseðill felst í því að læknar ávísi hreyfingu í stað lyfja við lífsstílssjúkdómum. Rætt var við meðlimi verkefnastjórnar hreyfiseðilsins á Íslandi og farið yfir þróun og stöðu hreyfiseðilsins. Viðtöl voru tekin við lækna til að kanna viðhorf þeirra til hreyfiseðilsins ásamt því að athuga mögulegar hindranir fyrir ávísun hreyfiseðla. Rætt var við Ingibjörgu Jónsdóttur sem kemur að hreyfiseðlaverkefninu í Svíþjóð til að fá upplýsingar um aðferðafræði og stöðu verkefnisins í Svíþjóð. Markmiðið var að varpa ljósi á ástæður sem hamla því að hreyfiseðillinn verði raunhæfur valmöguleiki sem úrræði við lífsstílssjúkdómum í heilbrigðiskerfinu. Niðurstöður voru þær að læknar eru óvanir að ávísa hreyfiseðlinum og að það tekur þá tíma að gera ávísun hreyfiseðils að vana. Nauðsynlegt er að auka sýnileika hreyfiseðilsins til að sjúklingar þekki úrræðið og læknar muni eftir úrræðinu.

Samþykkt: 
  • 21.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19340


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hreyfiseðlar.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna