is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19341

Titill: 
  • Íþróttaiðkun barna með einhverfu á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í eftirfarandi rannsókn var sjónum beint að íþróttaiðkun barna með röskun á einhverfurófi á Íslandi. Engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis og voru markmið rannsókninnar þríþætt. Í fyrsta lagi var lagt upp með að skoða sérstöðu barna með einhverfurófsröskun, styrkleika þeirra og veikleika sem heft gætu þátttöku þeirra í hópíþróttum. Í öðru lagi var markmiðið að skoða hvernig mál þessara barna með tilliti til raunhæfrar þátttöku í hópíþróttum stendur hér á landi nú. Kannað var álit foreldra á því hvað hamlar því að barnið þeirra geti tekið þátt í því íþróttastarfi sem barnið hefur áhuga á. Í þriðja lagi var markmiðið að setja fram tillögur um úrbætur sem taka tillit til beggja fyrri þáttanna þannig að starfsemin sé líkleg til að hugnast foreldrum barnanna og börnunum sjálfum, og verða mikilvægur hluti af heildstæðri þjónustu við börn með einhverfu á Íslandi.
    Í janúar 2013 var sendur út rafrænn spurningalisti í gegnum Umsjónarfélag einhverfra og samskiptamiðilinn Facebook. Viðbrögðin fóru fram úr björtustu vonum og í febrúar var lokað fyrir þátttöku en þá höfðu foreldrar 217 barna svarað könnuninni. Eigindlegur hluti rannsóknarinnar fólst í viðtali við sérfræðing í taugalækningum barna.
    Niðurstöður megindlega hlutans sýndu að rúmlega 2/3 af börnunum sem rannsóknin náði til stunduðu íþróttir, hvort sem það var með hverfisliði eða liði sem sérhæfir sig í þjálfun barna með sérþarfir. Flestum foreldrum fannst að íþróttaiðkun gæti haft áhrif á getu barnsins síns á mörgum sviðum. Í niðurstöðum eigindlega hlutans kom fram að til þess að auka íþróttaiðkun barna með einhverfurófsröskun þurfi tvennt að breytast. Að meira úrval verði af námskeiðum fyrir þessi börn og einnig að þeim standi til boða að fá aðstoðarþjálfara. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má draga þær ályktanir að það sé mikilvægt að einhverf börn geti stundað íþróttir með jafnöldrum sínum, að þau geti stundað þær með hverfisliðinu sínu og þá íþrótt sem þau hafa mestan áhuga á.

Samþykkt: 
  • 21.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19341


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íþróttaiðkun barna með einhverfu á Íslandi.pdf770.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna