is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19342

Titill: 
  • Rannsókn á hittni handknattleiksmanna : Fylgni milli kastaðferða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þar sem markmið handknattleiks er að skora fleiri mörk en andstæðingurinn þá er hittni í handknattleik mjög mikilvæg færni. Í þessari rannsókn var hittni handknattleiksmanna mæld í fjórum kastaðferðum. Yfirhandarskot með og án atrennu, undirhandarskot með atrennu og uppstökksskot með atrennu. Fjörutíu handknattleiks-menn köstuðu tíu sinnum með hverri kastaðferð í skotskífu sem gaf mest fimm stig fyrir hvert kast. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að munur á hittni út frá leikstöðu leikmanna var ekki marktækur og að fylgni á hittni milli kastaðferða var jákvæð lítil eða mjög lítil. Þessar niðurstöður eru sambærilegar niðurstöðum Haga, Pedersen og Sigmundsson (2008) á fylgni milli tveggja líkra hreyfinga og styðja kenningu Edelman um hreyfinám og mikilvægi sértækrar þjálfunar. Höfundur bendir á vankanta rannsóknarinnar og leggur fram hugmyndir að frekari rannsóknum.

Samþykkt: 
  • 21.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19342


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc-Grétar-Lokaskil.pdf484.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna