is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19343

Titill: 
  • Viðhorf mannauðsstjóra til heilsueflingar á vinnustað
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa lokaverkefnis er að fjalla um viðhorf mannauðsstjóra til heilsueflingar á vinnustöðum. Heilsuefling snýst um samvinnu milli stjórnenda, starfsfólks, vinnuumhverfis og samfélags.Tilgangurinn var að varpa ljósi á atvinnu mannauðstjórans og hlutverk hans til heilsueflingar, ásamt mikilvægi heilbrigðis á vinnustöðum. Andlegir og líkamlegir þættir geta haft slæmar afleiðingar á afkastagetu starfsmanna sem og starfsánægju. Mikilvægt er fyrir fyrirtæki að móta heildarstefnu með nokkrum undirstefnum líkt og mannauðsstefnu,öryggis- og heilsustefnu ásamt heilsueflingarstefnu. Heilsueflingarstefna á að móta markmið fyrirtækis þegar kemur að heilsu. Það er í verkahring mannauðsstjórans að búa mannauðinum gott umhverfi og stuðla að aukinni afkastagetu og starfsánægju. Helstu ávinningar heilsueflingar eru færri fjarvistir, aukin ánægja og áhugahvöt sem hefur í för með sér meiri framleiðni og minni útgjöld fyrir samfélagið. Rannsókn var gerð á viðhorfi starfsmannastjóra til heilsueflingar sem er almennt mjög jákvætt. Flestir þátttakendur voru með opinbera mannauðsstefnu, en mættu auka áherslu á heilsueflingarstefnu og ýmsa þætti sem hafa áhrif á heilbrigði einstaklinga innan fyrirtækis. Ennfremur mættu fyrirtæki leggja meiri áherslu á þjálfun eða menntun þeirra einstaklings sem mest kemur að heilsueflingu. Flestir þátttakendur voru því sammála að arðsemi er í heilsueflingu á vinnustað og er heilbrigður starfsmaður afkastameiri en sá sem ekki hefur fulla heilsu.

Samþykkt: 
  • 21.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19343


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerð loka tilbuin i prentun.pdf1.11 MBOpinnPDFSkoða/Opna