en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/19344

Title: 
  • Title is in Icelandic Samanburður á umfjöllun íslenskra vefmiðla á knattspyrnu karla og kvenna
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmiðið með rannsókninni var að finna út hver munurinn á umfjöllun fjölmiðla á knattspyrnu karla og knattspyrnu kvenna sé og hvernig hann komi fram í fjölda, tegund og umfangi umfjallana. Í rannsókninni var notast við megindlegar aðferðir þar sem tölulegum upplýsingum á umfjöllun þriggja íslenskra vefmiðla var safnað og síðan greindar. Þeir vefmiðlar sem teknir voru fyrir voru Rúv.is, Mbl.is og Fótbolti.net og valdi höfundur eina viku frá sumrinu 2013 til þess að greina. Þá voru niðurstöður rannsóknarinnar skoðaðar nánar eftir því hvort að umfjöllunin sneri að efstu deild á Íslandi, neðri deildum eða erlendu efni. Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru þær að heildarhlutfall umfjöllunar þar sem fjallað var um konur var 9.1% í samanburði við 89.5% umfjöllun á körlum. Hlutfall kvenna í umfjöllun miðlanna á efstu deildum karla og kvenna var 19.1% sem endurspeglar ekki fjölda kveniðkenda hér á landi, en konur eru um 31.5% iðkenda. Í neðri deildum var hlutfall kvenna aðeins 7.8% af heildarumfjöllun og 4.3% í erlendu efni. Umfjöllun á knattspyrnu karla var almennt fjölbreyttari og var algengasta snið umfjöllunar kvenna lítilleg samantekt úr leikjum þeirra. Einnig voru umfjallanir karla að meðaltali lengri hvort sem um ræddi í orðum, sekúndum eða fjölda mynda. Flestar umfjallanir um konur birtust á vefsíðu Fótbolti.net eða um 26%. Rúv.is birti hlutfallslega flestar fréttir af konum eða um 27% frétta, Mbl.is um 9% frétta og Fótbolti.net 7.5% frétta en hlutfallslega birtust fæstar fréttir um konur á Fótbolti.net af öllum miðlunum. Hvers vegna þessi munur sé tilkominn er spurning sem vert er að skoða og því er þörf á nánari rannsóknum á samanburði á umfjöllun fjölmiðla á knattspyrnu karla og kvenna.

Accepted: 
  • Aug 21, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19344


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Samanb.-Lokaverkefni-Skil.pdf707.99 kBOpenHeildartextiPDFView/Open