is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19345

Titill: 
  • Áhrif mataræðis á ADHD
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Talið er að um 5-10 % barna á skólaaldri greinist með ADHD, en það er algengasta taugaþroskaröskunin meðal barna. Samfara gríðarlegri aukningu í greiningu á ADHD hefur lyfjagjöf aukist mikið, en ekki er óalgengt að foreldrar leiti annarra ráða þegar lyfjagjöf virkar ekki sem skyldi. Umræða um samband mataræðis og ADHD er áberandi og foreldrar gera oft róttækar breytingar á matarvenjum barns með þeim tilgangi að minnka ofvirkni, hvatvísi og athyglisbrest - helstu einkenni ADHD. Þessi ritgerð er unnin úr bæði íslenskum og erlendum heimildum og tilgangur hennar er að sjá hvort vísindalega sé sannað að ákveðið mataræði hafi áhrif í meðferð við ADHD hjá börnum.
    Til að leita svara við því hvort stuðningur sé við gjörbreytt mataræði og minnkuð einkenni ADHD voru skoðaðar kenningar sem settar hafa verið fram um ákveðið mataræði fyrir börn með taugaþroskaraskanir, má þar nefna Feingold mataræðið, glútein- og kaseinlaust mataræði og stórtækt útilokunarmataræði ásamt fleiru. Einnig voru skoðaðar rannsóknir á þessum mataræðum. Niðurstöður þessarar heimilda-ritgerðar eru að ekki finnst næganlegur vísindalegur stuðningur fyrir mataræði sem meðferðarúrræði við ADHD. Fyrirhöfn gjörbreytts mataræðis er gríðaleg, kostnaðurinn getur verið mikill, auk þess sem líf allra á heimilinu raskast, án þess að nokkur trygging sé fyrir að einkenni ADHD minnki.
    Lykilorð: ADHD, mataræði, Feingold, ofvirkni, hvatvísi, athyglisbrestur, börn.

Samþykkt: 
  • 21.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19345


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð (skila).pdf832.41 kBLokaður til...13.05.2133HeildartextiPDF