Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/19348
Góð þekking á skyndihjálp getur dregið úr tíðni og alvarleika íþróttaslysa hjá börnum. Eftir því sem næst verður komist hefur staða skyndihjálparmála innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi ekki verið rannsökuð. Í þessari rannsókn er staða þessara mála, viðhorf og þekking þjálfara ungra iðkenda könnuð. Um er að ræða meginlega rannsókn og var notað hentugleika úrtak úr hópi þjálfarar barna á aldrinum 5-12 ára. Þátttakendur svöruðu spurningalista sem saminn var af rannsakendum og sendur rafrænt til þátttakenda. Svarhlutfall var 42%. Í niðurstöðum var samanburður gerður milli íþróttagreina og menntunar; viðhorfs og aldurs; menntunar í skyndihjálp og íþróttagreina; viðhorfs og íþróttagreina og þekkingar á skyndihjálp og íþróttagreina. Helstu niðurstöður eru að misjafnt er milli íþróttagreina hvort félögin hafi markað sér stefnu um skyndihjálparkunnáttu þjálfara og sinnt símenntunarmálum eins og æskilegt væri. Þátttakendur voru sammála um mikilvægi skyndihjálpar og töldu að gera ætti kröfu um að þjálfarar færu á námskeið áður en þeir hæfu störf. Þjálfarar virðast hafa nokkuð rétta mynd af eigin kunnáttu í skyndihjálp en vísbendingar komu fram um að það að hafa gilt skyndihjálparskírteini endurspegli ekki endilega góða þekkingu á réttum viðbrögðum.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni í íþróttafræði BSC 2014.pdf | 573,09 kB | Open | View/Open |