is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19349

Titill: 
  • Skothittni í handknattleik
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hreyfinám er mikilvægt fyrir þá sem vilja bæta sig í íþróttum þar sem það gerir einstaklinginn betri í tiltekinni hreyfingu. Til þess að hreyfinám geti hafa átt sér stað hjá einstaklingi þarf bætt geta að vera varanleg. Þar af leiðandi er hreyfinám stór þáttur við þjálfun barna og unglinga. Mikilvægt er fyrir handknattleiksiðkendur að vera hittnir svo sóknaraðgerðir skili sem bestum árangri. Rannsóknin mun skoða áhrif markvissrar skothittniþjálfunar á skothittni 12-14 ára gamalla stúlkna í handknattleik. Skipt verður í tvo hópa þar sem tilraunahópur fær markvissa skothittniþjálfun á skotmark en samanburðarhópurinn heldur hefðbundinni handknattleiksiðkun áfram. Tilraunin mun standa yfir í fjórar vikur. Varðveislupróf verður svo framkvæmt fjórum vikum seinna til þess að kanna hvort bætt geta sé varanleg. Munu niðurstöður geta varpað ljósi á það hvort markviss skothittniþjálfun skili árangri eða ekki. Út frá niðurstöðum verður hægt að skipuleggja skothittniþjálfun í góðri trú um að árangur náist.

Samþykkt: 
  • 21.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19349


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð (klár) Sigurjón Björnsson.pdf768.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna