is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19350

Titill: 
  • Hugræn færni landsliðsmanna í knattspyrnu: Samanburður við afreksmenn í einstaklingsíþróttum og A-landslið kvenna í knattspyrnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Síðustu ár hefur íþróttasálfræði vaxið sem fræðigrein. Sífellt meiri áhersla er lögð á rannsóknir á hugrænni færni íþróttamanna. Í þessari rannsókn var hugræn færni skoðuð hjá leikmönnum í A-landsliði karla og U-19 ára landsliði karla í knattspyrnu og hóparnir bornir saman. Einnig voru hóparnir tveir bornir saman við þrjá viðmiðunarhópa úr fyrri rannsóknum; A-landslið kvenna í knattspyrnu, afrekshóp ÍSÍ og hóp ungra og efnilegra íþróttamanna hjá ÍSÍ. Alls voru þátttakendur í rannsókninni nú 26 talsins á aldrinum 18 – 32 ára. Spurningakönnun var send rafrænt á þátttakendur í gegnum tengilið hjá Knattspyrnusambandi Íslands. OMSAT kvarðinn var notaður til þess að mæla hugræna færni leikmanna landsliðanna. Höfundar lögðu einnig fram spurningar sem skoða viðhorf landsliðsmanna til þátta sem tengjast sálfræði og knattspyrnu. Ætla mætti að leikmenn úr A-landsliði karla hefðu betri hugræna færni en leikmenn U-19 ára landsliðsins ef marka má niðurstöður fyrri rannsóknum, þar sem fram kemur að hugræn færni helst í hendur við árangur og frammistöðu íþróttamanna. Niðurstöður nú sýndu ekki fram á mun milli hugrænnar færni A-landsliðsmanna og leikmanna U-19 ára landsliðs karla í knattspyrnu. Þegar A- og U-19 ára landslið karla voru borin saman við A-landslið kvenna kom fram munur á hugrænni færni þar sem karla landsliðin voru með betri hugræna færni. Ekki fannst munur á milli A- og U-19 ára landsliðs karla í samanburði við afrekshóp ÍSÍ og unga og efnilega íþróttamenn hjá ÍSÍ.

Samþykkt: 
  • 21.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19350


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKARITGERÐ Í ÍÞRÓTTAFRÆÐI 2014 - FORSÍÐA.pdf44.49 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
LOKARITGERÐ Í ÍÞRÓTTAFRÆÐI 2014 - TILBÚIN Í PRENTUN.pdf710.58 kBLokaður til...14.05.2034HeildartextiPDF