is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19351

Titill: 
  • Sókn vinnur leiki en vörn vinnur titla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hvaða eiginleika þarf góður varnarmaður að hafa í handbolta? Hverjar eru vinnureglur í 3-2-1 varnarleik franska landsliðsins? Franska landsliðið í handknattleik er viðfangsefni okkar í þessu verkefni. Við skoðuðum leiki með franska landsliðinu frá árunum 2008-2010 til að leita svara við þessum spurningum. Tekin voru hálfopin viðtöl við fimm þjálfara með mikla reynslu sem þjálfarar og leikmenn. Rannsóknin stóð yfir frá 12. mars til 4. maí 2014. Markmið rannsóknarinnar var að greina vinnureglur franska landsliðsins. Niðurstöður voru skýrar hvað varðar líkamlega yfirburði franska landsliðsins og studdu viðtölin við þjálfarana þær niðurstöður okkar. Vinnureglur franska landsliðsins í 3-2-1 varnarleik snúast um það við hvaða andstæðing liðið er að leika hverju sinni. Franska landsliðið hefur leikmenn sem geta leyst flestar leikstöður í varnarleik sínum. Styrkleiki franska landsliðsins var sá að flestir leikmenn liðsins léku með bestu félagsliðum heims (Viðauki 2). Þeir voru líkamlega sterkir, vel þjálfaðir og leikskilningur leikmanna franska landsliðsins var mikil.

Samþykkt: 
  • 21.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19351


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sókn vinnur leiki en vörn vinnur titla.pdf1.48 MBOpinnPDFSkoða/Opna