is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19352

Titill: 
  • Styrktarþjálfun 3. flokks í handknattleik á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur og markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort styrktarþjálfun væri markvisst sinnt í 3. flokki karla og kvenna í handknattleik á Íslandi. Ásamt því að kanna hvort meiri og faglegri styrktarþjálfun væri hjá strákum en stelpum í þessum aldursflokki. Megindleg aðferðafræði var notuð við rannsóknina og spurningalisti sendur út til þjálfara beggja kynja í þessum aldursflokki. Þátttakendur voru 31 og svarhlutfall var 77,42%. Tólf þátttakenda þjálfa 3. flokk karla eða 50% og 11 þjálfa 3. flokk kvenna eða 45,83%. Einn þátttakandi, eða 4,17% þjálfar bæði karla og kvennalið 3. flokks.
    Helstu niðurstöður voru að í flestum tilfellum sér þjálfari flokksins einnig um sérhæfðu styrktarþjálfunina, í 53,85% tilfella hjá 3. flokki karla og í 58,33% tilfella hjá 3. flokki kvenna. Í 58,33% tilfella láta þjálfarar 3. flokks kvenna leikmenn sína fá einstaklingsmiðaða styrktarþjálfunaráætlanir en 38,46% þeirra þátttakenda sem þjálfa 3. flokk karla. Í 83,33% tilfella fylgjast þjálfarar 3. flokks kvenna með framförum tengdum styrktarþjálfun leikmanna en 46,15% hjá 3. flokki karla. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að styrktarþjálfun 3. flokks karla og kvenna sé í ágætis málum en hún er hinsvegar markvissari hjá 3. flokki kvenna.

Samþykkt: 
  • 21.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19352


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokave Kristján Geir Styrktarþjálfun 3. flokks í handknattleik.pdf786.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna