is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19353

Titill: 
 • Viðhorf foreldra til íshokkí
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er reynt að fá betri sýn á hvaða viðhorf foreldrar barna á leik og - grunnskólaaldri hafa til íþróttarinnar íshokkí. Í fræðilegri umfjöllun er farið yfir
  sögu íshokkís og stöðu þess í dag ásamt því að fjalla um mikilvægi hreyfingar og þátttöku í íþróttum. Einnig er fjallað um hvaða áhrif ofbeldi í íþróttinni hefur haft
  á ímynd íþróttarinnar ásamt því að skoða slysa- og meiðslatíðni í íshokkí.
  Rannsóknin sem gerð var fólst í því að skoða hvert viðhorf fólks væri til íshokkís og hvort þetta viðhorf væri að hafa áhrif á vöxt íþróttarinnar hér á landi. Gerður var spurningalisti sem innihélt 19 spurningar og var þessi listi settur á netið og dreift með hjálp vinsælla samfélagsmiðla. Þátttakendur í rannsókninni voru 300 talsins. Helstu niðurstöður voru þær að 79% af þátttakendum myndu segja já ef
  barnið þeirra bæði um að prufa íshokkí. Einnig kom fram að 79% telja íshokkí vera íþrótt fyrir stelpur ekki síður en stráka. Þá var marktækur munur á því hvort fólk byggi nálægt skautahöll og hversu oft það sæi umfjöllun um íshokkí í fjölmiðlum. Einnig var marktækur munur á því hvort fólk þekkti einhvern sem
  hafði æft og spilað íshokkí og hversu mikla þau töldu slysa- og meiðslatíðni vera í íshokkí miðað við aðrar íþróttir. Þá virðist vera að þeir sem þekkja engan sem hefur æft og spilað íshokkí séu líklegri til að telja íþróttina hættulega, þó
  munurinn reynist ekki marktækur. Rannsakandi túlkar niðurstöður á þann hátt að neikvætt viðhorf hafi ekki áhrif á vöxt íþróttarinnar á Íslandi.

Samþykkt: 
 • 21.8.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19353


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íshokkí-loka.pdf894.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna