is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19354

Titill: 
  • Hvað eru íþróttir? Saga og þróun íþrótta frá fornöld til nútíma
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa verkefnis var að skoða sögu og þróun íþrótta til að komast nær skilgreiningu íþrótta. Líkamleg geta og styrkur var aðeins ætlaður æðstu stjórnendum á fornöld. Egyptar elskuðu mannslíkamann og hans form og offita þótti andstyggileg. Grikkir hafa haft mikil áhrif á sögu íþrótta vegna grísku ólympíuleikanna, og hafa það fram yfir aðra að hafa skjalfest sögu sína. Rómverjar litu ekki á líkamsþjálfun sem skemmtun heldur eingöngu sem undirbúning fyrir stríð. Leikar og skemmtanir Rómverja voru litaðir af blóðugum bardögum. Íþróttir á miðöldum voru frjálslegri en íþróttir til forna. Kirkjan hjálpaði til að stuðla að þróun íþrótta, en fór seinna að reyna að koma í veg fyrir dægradvöl og leiki almúgans. Íþróttir fóru að verða skipulagðari og stéttarskipting innan þeirra meira áberandi. Uppeldilegt gildi íþrótta fer að koma fram á 19. Öld og á síðari hluta 20. aldar fóru íþróttir að færast inn í íþróttafélögin. Íþróttir nútímans skiptast í skipulagðar íþróttir innan íþróttafélaga og jaðaríþróttir, eða íþróttir sem eru ekki innan íþróttafélaga. Könnun gerð á viðhorfi nemenda Háskólans í Reykjavík til íþrótta. 180 þátttakendur. Niðurstöður sýndu að ekki var marktækur munur á skoðun kynjanna varðandi hvaða greinar teldust til íþrótta nema þegar kom að skák og formúlu 1 kappakstri. Meirihluti þátttakenda telur greinar sem krefjast líkamlegrar áreynslu til íþrótta, og telur meirihluti þátttakenda hæfilega margar greinar innan íþróttafélaga á Íslandi. Meirihluti þátttakenda taldi þær greinar sem upp voru taldar hæfa báðum kynjum, þó sumir teldu bardagaíþróttir og kraftlyftingar henta konum ekki eins vel og körlum.

Samþykkt: 
  • 21.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19354


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs ritgerð.pdf969.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna