is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19357

Titill: 
  • Samskipti handknattleiksdómara
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða samskipti handknattleiksdómara við leikmenn og þjálfara á Íslandi. Einnig var skoðað hvort handknattleiksþjálfarar reyndu að hafa áhrif á ákvarðanir dómara og hversu mikla virðingu þeir bera fyrir dómurum. Notast var við bæði megindlega og eigindlega rannsóknaraðferð. Í megindlegu rannsóknaraðferðinni var sendur út spurningalisti á alla C-stigs handknattleiksdómara, eftirlitsmenn á vegum Handknattleikssambands Íslands og handknattleiksþjálfara í efstu deildum karla og kvenna. Spurningarnar fjölluðu aðallega um virðingu sem er borin fyrir dómurum og hvort þjálfarar reyni að hafa áhrif á ákvarðanir dómara.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að nánast allir dómarar töldu að þjálfarar reyndu að hafa áhrif á ákvarðanir sínar og stór hluti þjálfara sögðust hafa reynt að hafa áhrif á ákvarðanir dómara. Þjálfarar bera ekki næga virðingu fyrir dómurum og helmingur dómara telja að aðeins sumir þjálfarar beri virðingu fyrir sér.
    Til framtíðar þyrfti Handknattleikssamband Íslands að funda með þjálfurum og dómurum og vinna úr því að bæta hegðun þjálfara sem og að bæta samskipti milli dómara og þjálfara.

Samþykkt: 
  • 25.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19357


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samskipti handknattleiksdómara.pdf621.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna