Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19360
Handknattleikur hefur iðulega verið nefnd þjóðaríþrótt Íslendinga en þrátt fyrir það hafa afar fáar rannsóknir verið gerðar sem tengjast meiðslum í handknattleik á Íslandi. Nýlega var þó gerð rannsókn á meiðslum í úrvalsdeild kvenna og skoðaði ég hvort einhver tengsl væru á milli hennar og rannsóknar minnar. Markmið þessarar rannsóknar var einmitt að skoða staðsetningu og tíðni meiðsla í úrvalsdeild karla í handknattleik út frá nokkrum sjónarhornum. Athugað var hvort meiðslin kæmu upp á svipuðum stöðum og hjá leikmönnum kvennadeildarinnar ásamt því að skoða hvort rannsóknin gæti varpað einhverju ljósi á nýjar leiðir til að fyrirbyggja meiðsli eða sporna við þeim á einhvern hátt. Þátttakendur voru 108 leikmenn frá átta liðum í efstu deild karla. Notaður var spurningalisti sem farið var með á æfingar liðanna þar sem leikmenn fengu val um að svara honum. Svarhlutfallið var 13,5 leikmenn á lið sem er mjög gott. Algengustu meiðslin voru á ökkla 22,3%, þar næst komu meiðsli sem flokkuð voru sem „annað“ 20,6% og að lokum komu meiðsli á öxl 14,9%. Hlutfall meiðslanna af völdum slysa var 57% og 43% voru vegna álags. Flest meiðsli komu upp í liði FH og algengasti tími fjarveru vegna meiðsla var ein til tvær vikur (47,4%).
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Handknattleikur_Bs c.pdf | 882,08 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |