is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19361

Titill: 
  • Áhrif gjaldeyrishafta á verðmat hlutabréfa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gjaldeyrishöft eru takmarkanir sem settar eru á flæði fjármagns til og frá löndum sem eiga að verja efnahagskerfi þeirra fyrir fjármálaóstöðugleika sem orsakast af miklu inn- eða útflæði fjármagns. Í þessari rannsókn verður fjallað um hvað gjaldeyrishöft eru, hvaða tegundir hafta eru til og af hverju þeim er beitt ásamt sögu gjaldeyrishafta á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Rannsóknarspurningin í þessari rannsókn er hvort gjaldeyrishöft hafi áhrif á verðmat skráðra hlutabréfa.
    Til þess að kanna áhrif gjaldeyrishafta var notaður kennitölusamanburður fyrir hvert félag á aðallista íslensku kauphallarinnar á verðmatsdegi. Valdar voru sex algengar kennitölur sem tengjast flestar markaðsvirði félaga til að finna út hvort íslensku félögin voru yfirverðlögð, á pari eða undirverðlögð miðað við hóp samanburðarfélaga innan sama atvinnuvegar. Greining á kennitölum er góð leið til þess að meta verðmæti hlutafélaga sem starfa á mismunandi mörkuðum vegna þess að kennitölur eru óháðar myntgengi og því ættu fyrirtæki sem starfa í sama atvinnugeira, með svipaða uppbyggingu og tækifæri að vera með sambærilegar kennitölur.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að gjaldeyrishöft hafi væg eða mikil áhrif á verðmat skráðra hlutabréfa miðað við forsendur sem settar voru í upphafi. Af þeim tíu félögum sem könnuð voru sögðu niðurstöðurnar að sex þeirra væru yfirverðlögð eða á pari á markaði þegar kennitölur þeirra voru athugaðar og því undir áhrifum gjaldeyrishafta. Fjögur félög voru undirverðlögð miðað við samanburðarfélög sín og því ekki undir áhrifum gjaldeyrishafta miðað við forsendur rannsóknarinnar.

Samþykkt: 
  • 25.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19361


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif gjaldeyrishafta á verðmat skráðra hlutabréfa.pdf3.66 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna