is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19363

Titill: 
  • Notkun samfélagsmiðla í markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á notkun íslenskra fyrirtækja á samfélagsmiðlum (e. Social Media). Úrtakið sem notað er í rannsókninni, er 300 stærstu fyrirtæki landsins samkvæmt lista Frjálsra verslunar. Rannsóknin var framkvæmd með spurningakönnun sem var send út með rafrænum tölvupósti. Kannað var hvort stærstu fyrirtæki landsins setji sér stefnu við notkun samfélagsmiðla, hvort þau séu með markmið sem stefnt er að, hvort markmiðin séu mælanleg og þá hvernig þau kjósa að mæla árangurinn, þ.e. er það með innri eða ytri mælingum? Einnig var kannað, hvaða samfélagsmiðla fyrirtækin nota og hvaða starfsmenn hafi umsjón með miðlunum og hverju fyrirtækin eru að leita eftir þegar kemur að notkun samfélagsmiðla.
    Fyrirtæki eru flest meðvituð um mikilvægi samfélagsmiðla í markaðsstarfi og að samfélagsmiðlar geti gagnast fyrirtækjum við að koma vörum og þjónustu á framfæri við neytendur.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að íslensk fyrirtæki eru almennt að nota samfélagsmiðla, að meirihluti fyrirtækja hefur sett sér stefnu um notkun samfélagsmiðla. Af samfélagsmiðlum er algengast að fyrirtæki séu að nýta sér samfélagssíður við markaðsstarf á internetinu, en ábótavant er að fyrirtæki setji sér mælanleg markmið og séu að mæla hver árangurinn af markaðsstarfi á samfélagsmiðlum er. Stefnumörkun íslenskra fyrirtækja gagnvart markaðsaðgerðum á samfélagsmiðlum má augljóslega bæta.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru bornar saman við fræðilega umfjöllun um samfélagsmiðla og notkun hjá fyrirtækjum.
    Rannsakendur vona að þessi ritgerð veiti innsýn inn í notkun íslenskra fyrirtækja á samfélagsmiðlum og jafnvel verði til að fyrirtæki hugi betur að skipulagningu á markaðsaðgerðum á nýjum miðlum, sama hvort um er að ræða samfélagsmiðla eða aðra nýja spennandi miðla sem verða aðgengilegir í framtíðinni. Með nýjum miðlum er tækifæri til staðar en fyrirtæki verða að varast að ógnir sem geta verið til staðar og því þarf að sinna stefnumótun af kostgæfni.

Samþykkt: 
  • 25.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19363


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Notkun samfélagsmiðla í markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna