is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19366

Titill: 
  • Forspárhæfni kennitalna úr ársreikningum um hagnað á hlut fyrirtækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn var gerð til að athuga hvort það væri hægt með tölfræðilega marktækum hætti að spá fyrir um hagnað á hlut hjá fyrirtækjum. Rannsóknaraðferðin sem var notuð var einvíð aðhvarfsgreiningu. Skýribreyturnar voru kennitölur sem reiknaðar voru út frá ársreikningum fyrirtækja. Kennitölurnar voru eftirfarandi: Arðsemi eigin fjár, eiginfjárhlutfall, veltufjárhlutfall og sjóðsstreymiskennitala. Fyrirtækin sem notuð voru í rannsókninni voru átta talsins. Þrjú þeirra voru íslensk en hin voru eitt frá hverju landi af hinum norðurlöndunum. Tímabil ársreikningana voru fimm ár eða rekstrarniðurstöður áranna 2008 til 2012. Ársreikningarnir voru því alls fjörutíu talsins eða fimm frá hverju fyrirtæki. Fyrri rannsóknir sem nokkrum er gerð skil í þessari skýrslu höfðu sýnt fram á að það væri hægt að nota kennitölur til að spá fyrir um hagnað á hlut. Þær rannsóknir voru unnar útfrá gögnum frá til dæmis bandarískum, breskum og jórdönskum fyrirtækjum. Engin rannsókn kom í leitirnar sem snérist um fyrirtæki frá norðurlöndunum og því var áhugavert að rannsaka hvort þessi aðferð gagnaðist fyrir þau. Niðurstaðan þessarar rannsóknar er sú að hægt er með tölfræðilega marktækum hætti að nota þrjár þessara kennitalna eða arðsemi eigin fjár, eigin- og veltufjárhlutfall. Það er hinsvegar ekki hægt að nota sjóðsstreymiskennitöluna. Niðurstöðurnar fræðimanna um að hægt sé að nota kennitölur koma að mestu leiti heim og saman við niðurstöður þessarar rannsóknar. Nálgast þarf niðurstöður rannsóknarinnar með tilliti til þess að fyrirtækin eru fá og ólík og tímabilið stutt.

Samþykkt: 
  • 25.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19366


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc (secured).pdf579.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna