Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19367
Tilgangur rannsóknarinnar er að því að greina hvaða hegðunarþættir hafa áhrif á kauphegðun Íslendinga í netverslunum bæði innanlands og erlendis með mið af tækniþróun síðustu ára. Hegðunarþættir eru rannsakaðir út frá aldri einstaklinga til að auðvelda innlendum fyrirtækjum að gera sína netverslun aðgengilegri fyrir sinn markhóp. Auk hegðunarþátta eru rannsakaðir þættir líkt og notkun einstaklinga á körfunni (e. virtual basket) innan netverslana, sem og hvaða tæki eru einna helst notuð til kaupa á netinu. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á þá eiginleika sem árangursríkar netverslanir bjóða upp á með þarfir neytanda að leiðarljósi og einnig hvernig markaðssetning hentar netverslunum með það að markmiði að stuðla að aukinni sölu. Í rannsókninni var stuðst við megindlega rannsóknaraðferð þar sem spurningakönnun var send út rafrænt til þátttakenda.
Samhliða rannsókninni var stuðst við bæði ritaðar og rafrænar heimildir þar sem lykilhugtök tengd rannsókninni eru skilgreind og einnig er stuðst við fyrrum rannsóknir tengdar netverslunum. Rannsóknin inniheldur aðhvarfsgreiningu þar sem niðurstöðurnar sýndu meðal annars fram á að einstaklingar á aldrinum 18-25 ára finnst auðveldara að versla í netverslunum heldur en sjálfum verslunum og þar geta þeir verslað án þess að skammast sín fyrir þá vöru eða þjónustu sem verslað er. Þá þykir einstaklingum á aldrinum 41-50 ára mikilvægt að geta gefið vöru meðmæli, einkunn eða stjörnur og að þeir einstaklingar versla frekar sé boðið upp á fría heimsendingu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BScritgerðDagnýEir.pdf | 5.95 MB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna |