is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19371

Titill: 
  • Símhleranir : við rannsókn sakamála
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Símhleranir eru mikilvæg rannsóknaraðferð lögreglu til að upplýsa sakamál. Þar sem símhleranir eru alvarlegt inngrip inn í friðhelgi einkalífsins, sem verndað er af 71. gr. stjórnarskrá Íslands og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem löggiltur var á Íslandi árið 1994 með lögum nr. 62/1994, er nauðsynlegt að heimildir til símhlerana séu settar þröngar skorður. Fjölmargar skilgreiningar á hugtakinu „friðhelgi einkalífsins“ hafa verið settar fram í gegnum tíðina, t.d. að í friðhelgi einkalífs felist fyrst og fremst réttur manna til að ráða yfir lífi sínu og líkama og til að njóta friðar um lífshætti sína og einkahagi. Jafnframt er litið svo á að tilfinningalíf og tilfinningasambönd við aðra njóti verndar.
    Lög um símhleranir er að finna í XI. kafla, Símahlustun og önnur sambærileg úrræði, laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Ef skoðuð er dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi símhleranir, er ljóst að íslensk löggjöf varðandi símhleranir er í samræmi við þá dómaframkvæmd að öllu nema einu leyti. Það er varðandi eftirlit með tilkynningarskyldu um símhleranir sem kveðið er á um í 2. málsl. 2. mgr. 85. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Það eftirlitshlutverk er í höndum ríkissaksóknara og virðist sem fjárskortur embættisins leiði til þess að hann geti ekki sinnt þessu lögbundna verkefni sínu.
    Umræður á Alþingi varðandi símhleranir hafa verið afar takmarkaðar. Nánast engar umræður sköpuðust á Alþingi um símhleranir á 20. öldinni. Var það ekki fyrr en í byrjun 21. aldar sem umræður um símhleranir sköpuðust á Alþingi í kjölfar frumvarps sem fól í sér heimild til að framkvæma símhleranir án dómsúrskurða.

  • Útdráttur er á ensku

    Telephone tapping is an important resource of the police to investigate crimes. Since telephone tapping is a serious violation of the right to privacy, which is guarded by article 71 of the Icelandic Constitution and article 8 of the European Convention on Human right which was legalized in Iceland 1994 by law no. 62/1994, it is vital that permissions to conduct telephone tapping are strict. Numerous definitions have been given on the term „the right to privacy“, for example that the right to privacy entails first and foremost the right of men to control their lives and their body and enjoy peace about their way of life and their personal lifestyle. Also it is believed that emotional life and emotional relationships are protected.
    Laws regarding telephone tapping is found in chapter XI., Telephone tapping and other similar resources, of the code of criminal procedure no. 88/2008. After examination of the case law of the European Court of Human Rights regarding telephone tapping, it is clear that the Icelandic legislation regarding telephone tapping is in accordance with the case law in all but one regard. That is regarding the supervision with the requirement to notify the person who has been a subject of a telephone tapping in accordance with the 2. sentence of the 2. para. of article 85 in the code of criminal procedure no 88/2008. The supervision task is in the hands of the State prosecutor and it seems that funding of the office is insufficient for him to be able to perform this task.
    Discussions in the national parliament (Alþingi) regarding telephone tapping have been very limited. Almost no discussion took place in the national parliament in the 20th century. It was not until in the beginning of the 21st century that discussion regarding telephone tapping took place in the national parliament following a bill that entailed authorization to conduct telephone tapping without a court order.

Athugasemdir: 
  • Læst til 19.5.2020
Samþykkt: 
  • 26.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19371


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arnar Þór Arnarsson Mastersv loka.pdf829,15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna