is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19392

Titill: 
 • Þarfagreining á flugvélastæðum Keflavíkurflugvallar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Keflavíkurflugvöllur er alþjóðaflugvöllur staðsettur á Miðnesheiði á Reykjanesskaga. Hann er stærsti flugvöllur landsins og án efa eitt af mikilvægustu samgöngumannvirkjum Íslendinga.
  Flugvöllurinn samanstendur af flugbrautum, akbrautum, flugvélastæðum, öryggissvæðum og aðflugsbúnaði. Mikil verðmæti liggja í flugvellinum ásamt því að strangar reglur gilda um hann og starfsemi hans.
  Síðastliðin ár hefur flugumferð Keflavíkurflugvallar einkennst af stöðugri aukningu sem ekki sér fyrir endann á og ef fram fer sem horfir má búast við verulegri aukningu á komandi árum. Er Keflavíkurflugvöllur, í sínu núverandi ástandi, ekki í stakk búinn til þess að mæta aukinni flugumferð en þess ber að geta að núverandi flugvélastæði vallarins eru fullnýtt á háannatíma. Ljóst er að þörf fyrir endurbætur er mikil og grípa þarf til ráðstafana svo afkastageta vallarins og þægindi flugfarþega verði eins og best er á kosið. Í þessu verkefni var unnið að þarfagreiningu á flugvélastæðum Keflavíkurflugvallar og lögð voru drög að framtíðarspá flugumferðar og farþega til ársins 2030 ásamt því að áætla nauðsynlegan fjölda flugvélastæða og útfærslu þeirra.
  Átt hefur sér stað greining gagna á flugumferð, þ.e. fjölda farþega sem og hreyfinga á háannatíma. Gögnin voru nýtt við framtíðarspá verkefnisins. Árið 2030 er áætlað að fjöldi flugfarþega verði um sex til átta milljónir og hreyfingar 37 til 45 á klst. á háannatíma, eftir því hvort tekið sé mið af lág- eða háspá verkefnisins. Til þess að koma til móts við áætlaðar hreyfingar og væntanlegan farþegafjölda er þörf á 31 stæði samkvæmt lágspá en 38 stæðum samkvæmt háspá.
  Skipulagsútfærsla hefur verið unnin þar sem stækkun og endurbætur með fjölgun flugvélastæða voru hafðar í huga. Lagt var til að byggð yrði ný flugstöð milli akbrautanna November og Kilo ásamt nauðsynlegum akbrautum og flugvélastæðum. Áætlað er að stæðin verði hafnarstæði þar sem vélar geta lagt báðum megin hafnarinnar. Enn fremur er hugmyndin sú að farþegar verði til að byrja með fluttir milli flugstöðva í rútubifreiðum og síðar með lest. Viðeigandi stöðlum og reglugerðum var fylgt og kröfur ICAO hafðar að leiðarljósi. Tekið var mið af viðmiðunarloftförum vallarins, Boeing 757-200 og 300, við hönnun flugvélastæðanna. Viðmiðunarkóði þeirra er 4D. Áætluð breidd hvers stæðis er 53 metrar og lengd þess 69 metrar.
  Í lokin var grunnhermun beitt til þess að varpa ljósi á staði flugvallarkerfisins sem líklega verða fyrir óþægindum af völdum aukinnar flugumferðar og fjölgunar flugvélastæða. Búast má við að álag vallarkerfisins aukist til muna og sýna niðurstöður hermunarinnar fram á að svæðið við núverandi flugstöð, á milli akbrautamótanna Echo og Kilo og Echo og November, við akbrautamótin Echo og November sem og við brautarenda séu líkleg til biðraðamyndana og tafa af einhverju tagi.
  Lykilorð: Keflavíkurflugvöllur, flugvélastæði, framtíðarspá, endurbætur, tillögur.

 • Útdráttur er á ensku

  Keflavik Airport is an international airport in Iceland, located at Miðnesheiði on the peninsula Reykjanesskagi. It is the largest airport in the country and without a doubt one of Iceland´s most important infrastructure.
  The airport consists of runways, taxiways, apron stands, safety zones and approach equipment. Keflavik Airport is highly valuable and strict rules apply to the airport and its activities.
  In the recent years, air traffic at Keflavik International Airport has steadily increased and is expected to increase significantly in the coming years. Keflavik International Airport, in its current state, is not prepared to meet the coming air traffic, but it should be noted that the existing apron stands are fully utilized during peek hour. The need for improvement is great and it requires measures so that the airport‘s capacity and the passangers‘comfort is kept in the forefront. This project carried out an assessment of aircraft parking in Keflavik Airport, submitted a draft to predict air traffic and number of passengers till the year 2030, as well as estimating the required number of apron stands and their utilizations.
  Analysis has been performed on air traffic, that is the number of passengers and movements during peak hour. The data from the analysis was used in the project. It is estimated that in the year 2030 the number of passangers will be between six and eight million and landings and take offs at 37 to 45 per day, depending on whether the low or high forecast is taken into account in the project. In order to cater to the estimated activity, and the expected number of passengers, Keflavik Airport requires 31 or 38 apron stands.
  Utilization plan has been made where the expansion and renovation of more apron stands were kept in mind. It was proposed that a new midfield terminal would be built between the taxiways Kilo and November with the necessary taxyways and aircraft parking. It is estimated that the concept will be pier concept where aircrafts can park on both sides. Furthermore the idea is that passengers will, to begin with, be transferred between air terminals in bus vehicles and later by train. Appropriate standards and regulations were followed and requirements of ICAO used as a guideline. The design of the apron stands takes the critical aircrafts of the airport into account, which are Boeing 757-200 and 300. The reference code is 4D. Estimated width of each apron stand is 53 meters and length 69 meters.
  Finally, a simulation program was used to illustrate the taxi- and runway system locations which probably will be most affected by increased air traffic and more apron stands. It can be expected that the stress on taxi- and runway systems will increase significantly. The simulation results show that the area of the existing terminal, the area between the taxiway intersection of Echo and Kilo as well as Echo and November, the taxiway intersection of Echo and November as well as runway ends are most likely to have disorders and delays of any kind.
  Keywords: Keflavíkurflugvöllur, apron stand, forecast, renovation, suggestions.

Styrktaraðili: 
 • Isavia
Samþykkt: 
 • 27.8.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19392


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þarfagreining á flugvélastæðum Keflavíkurflugvallar.pdf3.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna