is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19397

Titill: 
  • Þróun matskerfis fyrir afreksstarf yngri flokka í knattspyrnu á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin fjallar um afreksstarf í yngri flokkum karla hjá knattspyrnufélögum í efstu deild á Íslandi. Rannsóknin var framkvæmd á skólaárinu 2013-2014. Ört stækkandi umhverfi knattspyrnufélaga hefur kallað á aukna áherslu á gæðastarf í stað fjölgunar á þátttakendum. Það er mikilvægt í starfinu að stefna og markmið séu skýr og að unnið sé með heildrænum hætti. Markmið þessara rannsóknar var að þróa matskerfi sem metur starfshætti og árangur félaga í þróun afburðaleikmanna á íslenskan mælikvarða. Tekin voru viðtöl með hálfopnum spurningum við átta reynslumikla þjálfara til að fá sýn þeirra á starf félaga. Gögn um leikmenn voru síðan fengin af heimasíðu íslenska knattspyrnusambandsins. Niðurstöður sýna að það er vilji til þess á meðal þjálfara að auka afreksstarf í yngri flokkum til að efla framtíðarafreksmenn enn frekar. Matskerfið sem var þróað í þessu verkefni byggist upp á 7 liðum með 50 atriðum um starfsemi félaga auk mats á árangri þeirra. Þegar núverandi árangur félaganna er skoðaður út frá matskerfinu, sýna niðurstöður að Breiðablik, KR og FH eru afkastamestu félögin í íslenskri knattspyrnu. Þegar afburðaleikmenn 23 ára og yngri eru skoðaðir sérstaklega, kemur í ljós að Breiðablik, Fylkir og ÍA afkasta mestu út frá mælingum fyrir árið 2013.

Samþykkt: 
  • 27.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19397


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Msc_Siggeirsson.pdf2.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna