Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1941
Þessi heimildaritgerð er skrifuð af leikskólakennara sem hefur langa starfsreynslu en áttar sig á því að þær leiðir sem hún hefur verið að nota til að mennta börn til jafnréttis hafa ekki haft tilætluð áhrif. Ritgerðin tekur mið af þessu og í henni er staða kynjanna í samfélaginu skoðuð út frá jafnréttis-lögum. Síðan er fjallað um þá þætti í starfi leikskólans sem koma í veg fyrir að markmiðum sé náð. Horft er til annarra leiða en þeirra sem nú eru notaðar til að uppfylla markmið um jafna stöðu kvenna og karla í samfélaginu. Í lok ritgerðarinnar verður fjallað um þann þátt sem skiptir hvað mestu máli varðandi uppeldi til jafnréttis, en það er menntun kennara.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Ed.- heild- KBJ.pdf | 189,9 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |