is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19424

Titill: 
  • Austfirskir kvenljósmyndarar 1871-1944. Rannsókn og sýningarhandrit
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn og sýning á ljósmyndum austfirskra kvenljósmyndara. Fjallað er um þær konur sem menntuðu sig í greininni, tóku myndir á Austurlandi eða störfuðu á ljósmyndastofu á sama svæði. Tímabilið sem rannsóknin nær yfir er frá árinu 1871 þegar fyrsta konan hóf ljósmyndanám allt til ársins 1944 þegar ljósmyndastofa Eyjólfs Jónssonar á Seyðisfirði hætti starfsemi, en við þá stofu unnu margar þeirra kvenna sem eru til umfjöllunar
    Leitað var heimilda um ævi, störf og verk þessara kvenljósmyndara. Ennfremur voru dregin fram helstu atriði í sögu ljósmyndunar, þær aðferðir sem notaðar voru og hvaða þátt konur áttu í þeirri þróun. Þessu tengist umræða um stöðu og hlutverk þeirra í samfélaginu. Auk þess er sagt frá varðveislu ljósmynda á Austurlandi og ljósmyndasöfnum þar.
    Nicoline Weywadt á Teigarhorni var fyrsta íslenska konan sem lærði ljósmyndun og stundaði sjálfstæðan atvinnurekstur í greininni. Þrettán aðrar konur eru til umfjöllunar: Anna Klausen Eskifirði, Anna Ólafsdóttir Mjóafirði, Emelía Blöndal Seyðisfirði, Hansína Björnsdóttir Teigarhorni, Kristbjörg Stefánsdóttir Seyðisfirði, Lára Ólafsdóttir Reyðarfirði, Margrét Möller Eskifirði, Margrét Ólafsdóttir Seyðisfirði, Salvör Kristjánsdóttir Seyðisfirði, Sigríður Jensdóttir Seyðisfirði, Solveig Einarsdóttir Seyðisfirði, Svanborg Sigurðardóttir Seyðisfirði og Svava Eyjólfsdóttir Seyðisfirði.

Samþykkt: 
  • 29.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19424


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
austfirskir_kvenljosmyndarar.pdf4.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna