is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19425

Titill: 
 • Norrænt öryggis- og varnarsamstarf: Hugmyndafræði og efnahagslegir þættir
 • Titill er á ensku Nordic security and defence cooperation: Ideology and economic drivers
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Öryggismál hafa á undanförnum árum verið endurskilgreind. Þetta hefur óneitanlega haft áhrif á Norðurlöndin og áherslur þeirra í öryggis- og varnarmálum. Norrænt öryggis- og varnarsamstarf var endurlífgað árið 2009 með stofnun NORDEFCO. Einn helsti drifkraftur þess var af efnahagslegum meiði en í kjölfar efnahagskreppunnar sem skall á árið 2008 hafa ríki þurft að draga úr kostnaði á öllum sviðum, þar með talið til öryggis- og varnarmála. Norðurlöndin hafa um árabil átt í samstarfi á mörgum sviðum og meðal annars reynt áður að efla samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Það hafði ekki reynst árangursríkt og er stofnun NORDEFCO árið 2009 því mögulega merki um breytta tíma.
  Í þessari ritgerð verður hugmyndafræðilegri samstöðu Norðurlandanna í öryggis- og varnarmálum gerð skil annars vegar og hinsvegar verður horft til efnahagslegs ábata af NORDEFCO samstarfinu. Fræðilegur grunnur ritgerðarinnar byggir á kenningum mótunarhyggju, virknihyggju og nýfrjálslyndrar stofnanahyggju. Rannsóknin byggir á opinberum gögnum og skýrslum.
  Meginniðurstaða rannsóknarinnar er sú að öryggis- og varnarsamstarf Norðurlandanna hefur verið skilvirkt og árangursríkt á ýmsum sviðum. Ímynd og saga Norðurlandanna hafa haft mikla þýðingu fyrir hið nýja samstarf en norræn vitund hefur auðveldað samstarf ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála. Efnahagslegur ábati samstarfsins dreifist misjafnt á Norðurlöndin og hafa útgjöld ríkjanna (að Íslandi undanskildu) til öryggis- og varnarmála aukist.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years, security issues have been redefined. This has affected the Nordic states and their focus on security and defense issues. Nordic security and defense cooperation was revived with the establishment of NORDEFCO in 2009. The driving force behind the cooperation is economic in nature. In the wake of the global financial crisis in 2008, states have been forced to minimize expenditure in every field possible, including in security and defense. The Nordic states have for years been cooperating in various fields, but cooperation in the field of security and defense has not been successful. The creation of NORDEFCO in 2009 is a possible sign of a shift in focus.
  In this thesis, the ideological solidarity of Nordic cooperation will be explored and applied to the fields of security and defense. The economic benefits of NORDEFCO will be considered. The theoretical framework of the thesis is built upon neofunctionalism, neoliberal institutionalism and constructivism. The study is based on official data and reports, available to the public.
  The main finding of this research is that Nordic security and defense cooperation is in many ways a very effective cooperation. The history of Nordic cooperation and the ideological framework is an important factor as it has eased for the establishment of the NORDEFCO cooperation. However, the economic benefits of the cooperation are unequally distributed among the five Nordic states. In fact, the field of security and defense (excluding Iceland) has received a boost in spending.

Samþykkt: 
 • 1.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19425


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Norrænt öryggis- og varnarsamstarf.pdf680.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna