is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Doktorsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19426

Titill: 
 • Titill er á ensku Student disengagement and school dropout : parenting practices as context
 • Skuldbinding nemenda til náms og brotthvarf úr framhaldsskóla : þáttur uppeldisaðferða foreldra
Námsstig: 
 • Doktors
Útdráttur: 
 • Í ljósi aukinnar áherslu á menntun í samfélaginu eru þau ungmenni sem ekki
  ljúka framhaldsskóla að mörgu leyti verr stödd nú en áður fyrr. Rannsóknir
  benda til þess að brotthvarf hafi svipaðar neikvæðar afleiðingar í mismunandi
  löndum bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Ungt fólk sem hverfur frá námi
  á að jafnaði minni möguleika á vinnumarkaði, fær verr launuð störf, á frekar á
  hættu að verða atvinnulaust og tekur minni þátt í símenntun (e.g., Belfield og
  Levin, 2007; DG EAC 2005; OECD 2001; Rumberger og Lamb 2003). Í ljósi þess
  hve miklu máli skiptir fyrir framtíð ungmenna að ljúka framhaldsskóla má segja
  að ákvörðun þeirra um hvort þau hverfi frá eða ljúki námi sé eitt af stærstu
  þroskaverkefnum þessa aldurskeiðs.
  Brotthvarf frá námi hefur verið í sviðsljósinu á undanförnum árum. Einn af
  árangursvísum Evrópuráðsins fyrir árið 2010 var að umfang brotthvarfs yrði
  ekki hærra en 10% í aðildarlöndunum (The Council of the European Union,
  2004). Þetta markmið náðist ekki og var framlengt til ársins 2020. Í menntaáætlun
  Bandaríkjanna árið 1990 var eitt markmiðanna að draga úr brotthvarfi
  nemenda. Að auki er hlutfall útskrifta einn af þeim árangursvísum sem
  bandarískir skólar þurfa að gera grein fyrir samkvæmt alríkislögunum No Child
  Left Behind (NCLB) sem sett voru 2001 (U.S. Department of Education, n.d.).
  Á Íslandi, þar sem þessi rannsókn fór fram er brotthvarf frá námi einnig
  áhyggjuefni. Eitt meginmarkmið nýrra framhaldsskólalaga frá árinu 2008 er að
  draga úr brotthvarfi nemenda. Jafnframt er einn árangursvísanna í 20/20
  sóknaráætlun Íslands að hlutfall Íslendinga á aldrinum 25-64 ára sem ekki hafa
  formlega framhaldsmenntun hafi lækkað úr 30% niður í 10% árið 2020. Margar
  þjóðir hafa því á stefnuskrá að minnka líkur á að nemendur hætti í skóla. Á
  sama tíma er það mikil áskorun að fyrirbyggja brotthvarf og mikilvægt að skilja
  hvað getur legið að baki þeirri ákvörðun ungmenna að hverfa frá námi.
  Meginmarkmið þessarar doktorsritgerðar er að auka þekkingu og skilning á
  brotthvarfi frá námi. Ritgerðin er samsett af vísindagreinum (180 ECTS) þar sem
  greint er frá langtímarannsókn á brotthvarfi íslenskra ungmenna frá námi út frá
  tveimur sjónarhornum: Annars vegar með hliðsjón af kenningum um brotthvarf
  þar sem lykilhugtakið er skuldbinding til náms og skóla. Litið er á brotthvarf frá námi sem afleiðingu ferlis þar sem nemandinn verður smám saman afhuga
  námi og skóla. Hins vegar er stuðst við kenningar og rannsóknir á áhrifum
  uppeldisaðferða á aðlögun ungmenna. Íslenskum ungmennum var fylgt eftir
  yfir átta ára tímabil, frá 14 til 22 ára aldurs. Þessi rannsókn byggir á gögnum úr
  viðamikilli langtímarannsókn á áhættuhegðun reykvískra ungmenna (Adalbjarnardóttir,
  1994). Niðurstöðurnar eru birtar í alþjóðlegum vísindagreinum
  (Blondal og Adalbjarnardottir, 2009, 2012, 2014 í prentun).
  Nánar tiltekið eru markmið doktorsritgerðarinnar eftirfarandi: Í fyrsta lagi að
  kanna (a) hvernig hegðunarleg og tilfinningaleg skuldbinding nemenda við 14
  ára aldur og (b) hvernig hún þróast frá 14 til 15 ára aldurs tengist námsstöðu
  þeirra við 22 ára aldur (útskrift/brotthvarf). Tillit er tekið til margbreytileika
  nemendahópsins. Sjónum er sérstaklega beint annars vegar að nemendum
  sem voru í hættu að hverfa frá námi vegna slaks námsárangurs en útskrifuðust
  þrátt fyrir það og hins vegar nemendum sem sýndu góðan námsárangur en
  hættu námi þvert á það sem vænta mátti. Í öðru lagi er kannað hvernig uppeldi
  foreldra, bæði með tilliti til uppeldisaðferða foreldra og þátttöku þeirra í
  skólagöngu barnsins á unglingsárum, tengist námsstöðu ungmennanna við 22
  ára aldur. Í þriðja lagi er kannað hvernig leiðandi uppeldi foreldra við 14 ára
  aldur ungmennanna hefur áhrif á námsstöðu við 22 ára aldur í gegnum
  skuldbindingu nemenda á unglingsárum.

 • Fræðilegt framlag doktorsverkefnisins er þýðingarmikið. Í fyrsta lagi er
  ungmennunum fylgt eftir yfir átta ára tímabil sem er óvenju langt tímabil í rannsóknum
  á tengslum félagsmótunar og brotthvarfs frá námi. Langtímsniðið gerir
  kleift að álykta með töluverðri vissu um að uppeldisaðferðir foreldra við 14 ára
  aldur ungmenna segi fyrir um hvort þau hafi lokið framhaldsskóla við 22 ára
  aldur. Í öðru lagi er nýmæli að kannað sé hvernig ólík námsframvinda nemenda
  í framhaldsskóla tengist skuldbindingu þeirra til náms og skóla við lok
  grunnskóla. Athyglinni er sérstaklega beint að þeim nemendum sem sýna
  óvænta námsframvindu miðað við fyrra námsgengi, sem er sjaldgæft í
  rannsóknum á brotthvarfi frá námi. Þessi nálgun gefur mikilvæga innsýn í
  mögulegar ástæður þrautseigju þeirra nemenda sem standa illa að vígi
  námslega og þess hvað veikir stöðu nemenda sem eru sterkir námslega en
  hætta engu að síður í námi. Í þriðja lagi er bæði hegðunarleg og tilfinningaleg
  skuldbinding nemenda til náms og skóla könnuð og hvernig skuldbinding þeirra
  þróast yfir tíma við lok grunnskólans í tengslum við mismunandi
  námsframvindu í framhaldsskóla. Flestar rannsóknir á brotthvarfi frá námi
  kanna einungis hegðunarlega skuldbindingu og á einum tímapunkti.
  Í fjórða lagi veitti nánari athugun á því hvernig uppeldisaðferðir foreldra
  tengjast brotthvarfi úr framhaldsskóla mikilvæga innsýn í hvað það er í samskiptum þeirra við börn sín sem ýtir undir aðlögun ungmennanna. Fyrri
  rannsóknir hafa verið gagnrýndar fyrir að beita of þröngri nálgun við að meta
  tengsl á milli samskipta foreldra og barna annars vegar og námsgengis hins
  vegar með því að skoða aðeins þátttöku foreldra í skólagöngu barnsins.
  Almennt hafa niðurstöður þessara rannsókna verið misvísandi og almennt sýnt
  lítil tengsl á milli þátttöku foreldra og námsgengis barna. Í fimmta lagi er
  kannað með langtímasniði hvernig uppeldisaðferðir á unglingasáum (14 ára)
  hafa áhrif á námsstöðu við 22 ára aldur í gegnum skuldbindingu nemenda við
  15 ára aldur. Skuldbinding nemenda til náms og skóla er lykilhugtak í kenningum
  um brotthvarf sem oft virðist afleiðing langtíma ferlis þar sem
  nemandinn verður smám saman afhuga námi og skóla. Þrátt fyrir það hafa fáar
  rannsóknir til þessa beint sjónum að því hvernig uppeldisaðferðir foreldra geti
  tengst brotthvarfi í gengum skuldbindingu til náms og skóla.
  Meginniðurstöður doktorsrannsóknarinnar benda til þess að hegðunarleg
  og tilfinningaleg skuldbinding nemenda við lok grunnskóla tengist ólíkri
  námsframvindu þeirra í framhaldsskóla. Nemendum var skipt í hópa með
  tilliti til námsárangurs á samræmdum prófum í 10. bekk. Annars vegar voru
  þeir sem sýndu námsframvindu sem búast hefði mátt við og hins vegar þeir
  sem sýndu óvænta námsframvindu. Þeir sem þrátt fyrir að hafa sýnt slaka
  frammistöðu luku námi sýndu meiri hegðunarlega skuldbindingu en þeir sem
  sýndu slaka frammistöðu og hurfu frá námi. Jafnframt kom fram að þeir sem
  hættu í námi þrátt fyrir góða frammistöðu sýndu minni hegðunarlega og
  tilfinningalega skuldbindingu samanborið við þá sem sýndu góða frammistöðu
  og luku námi. Þar að auki þá sýndu niðurstöðurnar að skuldbinding
  þeirra nemenda (bæði hegðun og tilfinningar) þróaðist á neikvæðan hátt við
  lok grunnskólans hjá þeim sem hættu í námi þrátt fyrir góðan námsárangur
  en á jákvæðan hátt hjá þeim sem sýndu góða frammistöðu og luku námi.
  Önnur meginniðurstaða rannsóknarinnar er sú að unglingar sem við 14
  ára aldur töldu sig búa við leiðandi uppeldi (mikinn stuðning og jákvæða
  hegðunarstjórn) voru líklegri til að hafa lokið framhaldsskóla 22 ára
  samanborið við unglinga skipandi, eftirlátra og afskiptalausra foreldra.
  Athyglisvert er að framangreindar niðurstöður komu fram að teknu tilliti til
  kynferðis og skapgerðar nemenda, félags- og efnahagslegrar stöðu foreldra
  og þátttöku þeirra í skólagöngu barnsins. Þar að auki sýndu niðurstöðurnar
  að unglingar leiðandi foreldra voru líklegri til að hafa lokið framhaldsskóla
  22 ára en þeir sem komu frá skipandi og afskiptalausum fjölskyldum þrátt
  fyrir að tekið væri tillit til fyrri námsárangurs ungmennanna sem er sá
  einstaki þáttur sem sterkast spáir fyrir um brotthvarf.

 • Þriðja meginniðurstaðan er að uppeldisleg samskipti foreldra og unglinga
  spáði mun sterkar fyrir um hvort þeir útskrifuðust eða hurfu frá námi í
  framhaldsskóla heldur en þátttaka foreldra sem tengdist beint skólagöngu
  barnsins. Eftir því sem foreldrarnir notuðu meira leiðandi aðferðir við
  uppeldið (þ.e. stuðningur, jákvæð hegðunarstjórn og viðurkenning) á
  unglingsárum því líklegra var að ungmennin hefðu lokið framhaldsskóla við
  22 ára aldur. Fjórða meginniðurstaðan er sú að skuldbinding nemenda á
  unglingsárum virðist spila lykilhlutverk í að skýra þessi tengsl á milli uppeldis
  foreldra og námsstöðu ungmenna. Fram kom að eftir því sem foreldrarnir
  voru meira leiðandi því skuldbundnari námi og skóla voru unglingarnir og
  jafnframt líklegri til að hafa lokið námi 22 ára.
  Meginályktanir sem draga má af þessum niðurstöðum eru að samskipti
  foreldra og unglinga sem einkennast af leiðandi uppeldisaðferðum virðast
  draga úr þeirri almennu þróun að skuldbinding dvíni á unglingsárum sem eykur
  líkur á brotthvarfi. Á þessum árum sem einkennast af sálfélagslegum og
  líkamlegum breytingum, standa ungmennin frammi fyrir mikilvægum
  ákvörðunum er lúta að menntun þeirra; val á námi og skóla á nýju skólastigi. Á
  sama tíma aukast námskröfurnar, og skólaumhverfið verður flóknara og oft
  ópersónulegra (Eccles o.fl., 1993; Wang og Holcombe, 2010). Samskipti foreldra
  og barna sem einkennast af tilfinningalegum stuðningi og gagnkvæmri virðingu,
  þar sem foreldrarnir sýna börnum sínum viðurkenningu, setja þeim mörk með
  útskýringum og hvetja þau til að hugsa sjálfstætt, geta auðveldað
  ungmennunum að takast á við þessar áskoranir með því að ýta undir jákvæða
  skólahegðun og tilfinningar í garð náms og skóla. Á þessum mikilvæga
  tímapunkti í síðustu bekkjum grunnskólans geta tilfinningar nemenda í garð
  náms og skóla og hegðun þeirra þar ásamt því hvernig skuldbinding þeirra
  þróast frá 14 til 15 ára aldurs skipt sköpum fyrir skólagöngu þeirra.
  Draga má þá ályktun að til að auka skilning á þeim áhrifum sem foreldrar
  hafa á menntun barna sinna sé mikilvægara að beina athyglinni að uppeldisaðferðum
  foreldranna í stað afmarkaðri þátta sem tengjast beint skólagöngu.
  Þar að auki benda niðurstöðurnar til þess að áhrif þátttöku foreldra í
  skólagöngu barna sinna fari eftir því hvað einkenni uppeldisleg samskipti
  þeirra og barnsins. Þessar niðurstöður ættu að vera foreldrum hvatning og
  veita þeim leiðsögn í þeirra þýðingarmikla hlutverki að styðja börn sín til að
  ná árangri í námi á unglingsárum. Þar að auki ættu þær að auka skilning
  kennara, náms- og starfsráðgjafa, skólastjórnenda og stefnumótunaraðila í
  menntamálum á mikilvægi þess að styðja við nemendur sem fá lítinn
  stuðning heima fyrir.

 • Útdráttur er á ensku

  In our modern knowledge-based societies, with mass education and
  increasing reliance on highly skilled labor, young people who do not
  complete upper secondary education face more disadvantage than ever
  before. Findings from various western countries indicate that those who
  drop out of school are at risk of similar negative economic and psychosocial
  consequences, such as poorer prospects in the labor market and less
  participation in lifelong learning (e.g., Belfield & Levin, 2007; DG EAC 2005;
  OECD 2001; Rumberger and Lamb 2003). These negative personal and
  societal costs indicate that the adolescent decision on whether to drop out
  or persist within the formal school system can be described as one of the
  most crucial developmental tasks of this age period.
  In recent years the problem of school dropout has received increased
  attention. The Council of the European Union (2004) proposed a common
  benchmark for the member states: by the year 2010, the early school
  leaving rate should be no more than 10%. This aim was not achieved but
  the benchmark has been extended by the Europe 2020 agenda. In the
  United States this problem has also been addressed nationally as one of the
  National Educational Goals adopted in 1990. In the federal reform plan, the
  No Child Left Behind (NCLB) Act of 2001, all states are required to
  incorporate graduation rates into their accountability systems for high
  schools (U.S. Department of Education, n.d.). Moreover in 2010, the
  America’s Promise Alliance launched the Grad Nation campaign, promoting
  forward the aim of a 90% national graduation rate by 2020.
  In Iceland, where this study was conducted, the dropout issue is also of
  concern. In 2008 the Icelandic government legislated educational reforms that
  aim to reduce dropout and one of the objectives of the Iceland 2020
  governmental policy statement is to reduce the percentage of Icelanders aged
  25-64 without accredited skills from 30% to 10% by 2020. Thus, many nations
  are concerned with reducing the possibility that a student will leave school
  prematurely, before receiving an appropriate diploma or certifycation. At the
  same time, preventing dropout is a challenging task and it is important to
  understand what might lie behind students’ decision to drop out of school.
  The main purpose of this paper-based thesis (180 ECTS) is to examine
  school dropout among Icelandic youth longitudinally, from two perspect ives: theories on school dropout that conceptualize students’ disengagement
  as the central concept in understanding the process of leaving school
  prematurely; and the literature on the influence that the family has on
  youth adjustment from the perspective of parenting practices. Icelandic
  youth were followed over an eight-year period, from age 14 to 22. This
  study is part of a larger ongoing, longitudinal study: the Reykjavik
  Adolescent Risk-Taking Longitudinal Study (RAR-LS; Adalbjarnardottir,
  1994). The findings have been presented in three papers (Blondal &
  Adalbjarnardottir, 2009, 2012, 2014 in press).
  More precisely, the aim of this thesis is to further expand the existing
  literature on school dropout by following adolescents over an eight-year period
  through three approaches. First, it looks at multidimensional aspects of student
  engagement at age 14 and its development from age 14 to 15 in relation to
  school dropout. The diversity of the student group is taken into account,
  particularly those who appear to be at risk of dropping out but still beat the
  odds, and those who appear to be on promising educational pathways but fail
  to do well. Second, it explores general aspects of parenting in relation to school
  dropout, examining the longitudinal relationship of both parental involvement
  and parenting style with school dropout. Third, it further expands the
  combined findings of the study on student engagement and parenting
  practices in relation to educational status at age 22, by exploring how the
  context of authoritative parenting influences school dropout and graduation
  through students’ engagement in adolescence.

 • Útdráttur er á ensku

  The thesis contributes to the literature in several ways. First, it uses a
  longitudinal design that covers a long period—over eight years—unusual in
  studies of socialization and school dropout. This design makes it possible to
  conclude quite confidently about the predictive power of family factors on
  school dropout. Second, the thesis contributes to the literature by exploring
  students’ different educational pathways in relation to multidimensional
  constructs of disengagement during adolescence. It places a special focus
  on students who are the exceptions to predictions about the expected
  pathways, an approach that is rare in research on school dropout but
  provides valuable insights into possible reasons for academic resilience
  among at-risk students and vulnerabilities for academically strong students.
  Third, it explores the behavioral and emotional components of
  engagement, as they change over time in relation to different educational
  pathways, unlike most research on dropouts, which includes only
  behavioral components and at one point in time.
  Fourth, the ability to explore the relationship between multidimensional
  characteristics of parenting practices and school dropout revealed important
  pathways to consider for adolescent development. Previous research
  on the relationship between family characteristics has been criticized for
  being focused too narrowly, looking mainly at parental involvement in the
  child’s education. In general, the findings from studies with this focus have
  been inconsistent and weaker than expected. Thus, to better understand
  the influence that parents have on their child’s education it is important to
  look at a broader conceptualization of child upbringing that characterizes
  the parents’ actions in their communications with their child. Fifth, the
  thesis explores longitudinally how multifaceted parenting practices during
  adolescence (age 14) influence educational status at age 22 (graduation/
  dropout) through student engagement at age 15. Even though student
  engagement is a central concept in most theories of school dropout and
  dropout often seems to result from a long-term process of withdrawal from
  school, little research has focused on how parenting practices may relate to
  school dropout through the process of student disengagement.
  The main results of the thesis indicate that adolescents’ behavioral and
  emotional disengagement differs according to their educational pathways.
  Based on their achievement at age 15 and educational attainment at age
  22, they were classified into groups that took expected versus unexpected
  paths. Those who were “at risk” academically at age 14, but graduated
  contrary to expectations, showed less behavioral disengagement than the
  expected dropouts. Moreover, high achievers who dropped out
  unexpectedly showed more behavioral and emotional disengagement
  compared to expected graduates. In general, during the following year (age
  15), disengagement increased among the unexpected dropouts but
  decreased among the expected graduates.
  A second major finding is that adolescents who at age 14 characterized
  their parents as authoritative (showing acceptance and supervision) were
  more likely to have completed upper secondary education by age 22,
  compared to those who perceived their parents as authoritarian, indulgent,
  or neglectful. It is worth noting that this finding remained pronounced even
  after controlling for parents’ SES, adolescents’ gender, parents’ involvement
  in their education, and adolescents’ temperament. In addition, even
  when controlling for the strong influence that previous academic achievement
  had on standardized test scores at age 15, adolescents with authoritative
  parents were more likely to complete upper secondary education
  by age 22 than were those from authoritarian and neglectful families.
  A third major finding is that a broader conceptualization of parenting was a
  considerably stronger predictor of school dropout than were the specific
  behaviors depicted in parental involvement in their child’s education. In the
  fourth major finding, the students’ level of engagement at age 15 mediated the
  association between multidimensional parenting practices as perceived by
  adolescents at age 14 and their educational status at age 22. Adolescents who
  perceived their parents as more authoritative (i.e., providing high levels of
  acceptance and supervision, and granting psychological autonomy) were more
  likely to have completed upper secondary school at age 22, compared to their
  counterparts who perceived their parents as less authoritative. Student
  engagement seems to play a critical role in this relationship between parenting
  practices and school dropout/graduation. Importantly, those adolescents who
  had more authoritative parents were not only less likely to feel disengaged at
  school, but also more likely to complete upper secondary school.

 • Útdráttur er á ensku

  The main conclusions of these combined findings are that the context of
  authoritative parenting seems to protect adolescents from the general decline
  in engagement at an age that places them at risk of dropping out, even when
  they are doing well academically. During this challenging period of adolescence
  characterized by psychosocial and biological changes, young persons have to
  make critical decisions about their education. In addition they have to adjust to
  increased academic challenges as well as more complicated, less structured,
  and often more impersonal school environments than they experience in the
  lower grades (Eccles, et al., 1993; Wang & Holcombe, 2010). The findings
  suggest that a parent-child relationship characterized by emotional support
  and mutual respect, in which the parents impart clear standards for their
  child’s behavior but at the same time grant autonomy, may buffer against the
  educational challenges in adolescence by fostering their child’s positive school
  behavior, along with positive feelings towards their studies and bonding with
  school. At this critical point students’ feelings towards their academic tasks and
  school, as well as their school behaviors and the way their disengagement
  develops the following year, can have an impact: some students who are at risk
  academically become more resilient and some who seem to be on a promising
  educational track become more vulnerable.
  By using a broad conceptualization of parenting this thesis sheds light on
  the family processes that lie behind the strong relationship between family
  background and educational attainment. Furthermore it suggests that the
  effects that specific practices such as parental involvement have on youth’s
  educational attainment depend on the characteristics of the parent-child
  relationship. These findings should give parents encouragement and guidelines
  in their important role of supporting their children’s educational success during adolescence. Moreover, they should enhance the understanding of teachers,
  school counselors, principals, and educational policy makers about the
  importance of working with students who are not in supportive relationships
  with their family.

Samþykkt: 
 • 1.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19426


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dr. Kristjana Stella Blöndal-nytt-1.pdf3.63 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna