en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/19440

Title: 
  • Title is in Icelandic Í trú von og kærleika. Góðtemplarareglan á Íslandi frá 1884 og fram á fjórða áratuginn. Félagsleg, menningarleg og hugmyndaleg áhrif
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Góðtemplarareglan á Íslandi, barátta hennar fyrir bindindi og áhrif þess starfs á félags- og menningarlíf í landinu er viðfangsefni þessarar rannsóknar. Hugmyndalegur jarðvegur bindindishreyfinga á Norðurlöndum og á Íslandi er metinn og þær samfélagsaðstæður sem tryggðu fylgi við áherslur góðtemplara á Íslandi. Varpað er ljósi á útbreiðslu stúkna, innra starf þeirra og þau gildi sem þar var miðlað, svo og á meðlimina, karla og konur.
    Góðtemplarareglan sem mótunarafl er hér í brennidepli og orðræða siðferðilegrar ögunar í ljósi kenninga franska heimspekingsins Michel Foucault um stjórnvaldstæknina og lífvaldið. Sýnt er fram á hvernig bindindisbarátta góðtemplara með borgaralegar hugmyndir frjálslyndisstefnu og sterka mótunarhyggju í bakgrunni varð að drifkrafti. Einnig hvernig starfið innan stúknanna og mótun meðlima ýtti undir lýðræðislegt uppeldi alþýðu og opnaði farveg félagslegrar virkni og menningarstarfs. Sem yfirlýstur vettvangur jafnréttis áttu stúkurnar - og stúkubræður með afstöðu sinni til stúkusystra, þátt í að efla félagsþrótt kvenna, virkni þeirra og framgang á opinberum vettvangi. Hér er einnig dregið fram hvernig orðræða góðtemplara um áfengið sem "eitur" gekk þvert í gegnum samfélagið og hafði afgerandi áhrif á afstöðu Íslendinga til áfengismála.

Sponsor: 
  • Sponsor is in Icelandic Bindindissamtökin I.O.G.T. á Ísland
Accepted: 
  • Sep 1, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19440


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Godtemplarar_Ahrif.pdf1.48 MBOpenHeildartextiPDFView/Open