Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1945
Eftirfarandi ritgerð er unnin sem lokaverkefni til B.Ed.- prófs við Kennaraháskóla Íslands á vormisseri 2008. Tilgangur ritgerðarinnar er að gera grein fyrir samstarfi heimilis og leikskóla. Rannsóknarspurningin sem lög var til grundvallar er: Hvernig má stuðla að samstarfi heimilis og leikskóla? Til þess að varpa sem bestu ljós á allar hliðar á samstarfi heimilis og leikskóla er farið yfir hvernig það er fyrir barn að byrja á leikskóla ásamt sögu samstarfs sé hér á landi. Barnið skipar stærstan sess í öllu sem við kemur leikskólanum og því var talað um leikskólabarnið, hvernig aðlögun fer fram, hvernig tengsl á milli heimilis og leikskóla ættu að vera og lykilpersónu. Komið er inn á gildi samstarfs heimilis og leikskóla, hugmyndir að leiðum í slíku samstarfinu og verkefnum sem hafa verið framkvæmd með góðum árangri til að styrkja samstarfi heimilis og leikskóla.
Lykilorð: Foreldrasamstarf, leiðir til foreldrasamstarfs, lykilpersóna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
að mörgu er að hyggja_heild.pdf | 177.63 kB | Lokaður | Heildartexti |