is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19454

Titill: 
 • Óhæði íslenskra endurskoðenda og mat þeirra á áframhaldandi rekstrarhæfi fyrirtækja
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessa verkefnis var að kanna mun á viðhorfi löggiltra endurskoðenda til óhæðis endurskoðenda annars vegar og til áframhaldandi rekstrarhæfis fyrirtækja hins vegar. Athugaður var munur á viðhorfi löggiltra endurskoðenda til þessara tveggja málefna eftir því hversu stórum vinnustað þeir störfuðu á. Rannsakað var hvort tölfræðilega marktækur munur væri á afstöðu þeirra til ákveðinna þátta er varða óhæði endurskoðenda eftir starfsumhverfi. Þátttakendum var skipt í alls sex hópa eftir því hvernig þeir lýstu starfsumhverfi sínu. Á sama hátt var kannaður afstöðumunur hópanna til ákveðinna þátta er varða áframhaldandi
  rekstrarhæfi fyrirtækja. Rannsóknin byggðist á spurningalista sem lagður var fyrir þátttakendur. Spurningalistinn var þríþættur, fyrsti hlutinn vék að spurningum er varða óhæði endurskoðenda, annar hlutinn innihélt spurningar er varða áframhaldandi rekstrarhæfi fyrirtækja og þriðji hlutinn samanstóð af bakgrunnsspurningum er vörðuðu þátttakendur. Spurningar skiptust annars vegar í lokaðar spurningar þar sem notast var við fimm
  þrepa Likert kvarða og hins vegar í opnar spurningar þar sem þátttakendur voru hvattir til að rökstyðja ýmis svör í lokuðu spurningunum. Notast var SPSS tölfræðiforritið við úrlausnir á
  niðurstöðum. Rannsóknin var framkvæmd í marsmánuði árið 2014 og gekk nokkuð greiðlega að fá svör þrátt fyrir að þátttaka hefði mátt vera meiri.
  Rannsóknin fól jafnframt í sér athugun á undirritunum ársreikninga hjá 11 fyrirtækjum á árunum 2006 til 2013. Fyrirtækin áttu það sameiginlegt að hafa verið á íslenskum
  hlutabréfamarkaði fyrir efnahagshrunið 2008, en misjafnt var hvernig þeim farnaðist í þeim hremmingum. Sum fyrirtækjanna lifðu af, önnur gengu í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og eru aftur komin á markað en þó með nýjar kennitölur og enn önnur
  eru ekki enn komin á markað en lifa þó í einni eða annarri mynd. Þeir fyrirvarar sem notaðir voru við áritanir á ársreikningum þessara fyrirtækja á tímabilinu sem um ræðir,voru síðan bornar saman við niðurstöður úr rannsókninni. Niðurstöðurnar sýndu tölfræðilega marktækan mun á tveimur þáttum rannsóknarinnar af fimm, milli starfsmanna á stórum og litlum vinnustöðum, en annars mældist ekki tölfræðilega marktækur munur á afstöðu hópanna tveggja.

Samþykkt: 
 • 2.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19454


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Óhæði íslenskra endurskoðenda og mat þeirra á áframhaldandi rekstrarhæfi fyrirtækja.pdf972.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna