is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19455

Titill: 
  • Íslensk orka, hlutfallslegir yfirburðir eða sóun náttúruauðlinda?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ísland er ríkt af vatni, jarðhita og vindi sem gerir það að verkum að raforka er eitt af því sem við höfum sérstaka yfirburði í að framleiða. Vandinn er hins vegar sá hvernig við ráðstöfum þessum mögulegu afurðum og hversu langt við göngum í að nýta auðlindina. Þessum spurningum er ekki auðsvarað. Á að nýta raforkuna í framleiðslu hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, á að nýta hana í stóriðju eða á að flytja hana út? Þetta eru stórar spurningar fyrir lítið samfélag.
    Í ritgerðinni er fjallað um þróun raforkukerfisins hér á landi frá því menn fóru fyrst að beisla orku fallvatna til raforkuframleiðslu. Auk þess er fjallað um þær deilur sem fylgt hafa uppbyggingunni og staða raforkukerfisins í dag skoðuð. Fjallað er um strauma og stefnur í orkumálum í Evrópu og helstu orkugjafar þar skoðaðir. Hagrænar aðstæður í framleiðslu flutningi og sölu raforku eru skoðaðar og fjallað um hvers vegna Ísland hefur hlutfallslega yfirburði í raforkuframleiðslu. Þar að auki er fjallað um hvernig ábati framleiðenda og neytenda munu breytast ef raforkukerfi Íslands yrði tengt við raforkukerfi Evrópu. Að lokum er svo raforkusæstrengur sem viðskiptahugmynd skoðaður.
    Helstu niðurstöður eru að töluverð hagnaðarvon virðist vera fólgin í lagningu sæstrengs fyrir bæði raforkuframleiðendur og íslenska hagkerfið. Raforkuverð í Evrópu er töluvert mikið hærra en raforkuverð hér á landi. Því væri mögulegt að fá hærra verð fyrir raforkuna ef hún yrði seld í gegnum sæstreng en raforkuframleiðendur fá fyrir hana á Íslandi í dag. Óvissuþættirnir eru þó margir og þónokkur vinna eftir áður enn hægt er að taka ákvörðun um hvort rétt sé að fara í þessa framkvæmd.

Samþykkt: 
  • 2.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19455


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B Sc ritgerð_AFG_01.pdf4.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna