is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19456

Titill: 
  • Tækifæri Marel í austri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni höfunda byggist á því að draga fram hvernig viðskiptum Marel er háttað í Asíu. Til þess að gera sér grein fyrir hver staðan er hjá Marel og hvað betur mætti fara þá voru tekin viðtöl við fjóra starfsmenn Marel. Einnig var rætt við innkaupastjóra Össurar til þess að fá sýn á það hvernig sambærileg fyrirtæki haga viðskiptum sínum við Asíu. Menning Asíu er mikill áhrifavaldur í viðskiptum. Það eru einnig aðrir þættir sem skipta máli eins og verð, gæði, tollamál og afhendingartími. Marel á aðallega í viðskiptum við fjögur lönd í Asíu en þau eru Kína, Tavían, Suður-Kórea og Japan. Marel ætti að styðja betur við viðskipti í Asíu enda eru miklar líkur að það hafi áhrif á heildarkostnað á vörum sem Marel framleiðir. Það myndi svo hafa áhrif á tekjur og samkeppnishæfni Marel. Marel ætti einnig að styrkja starfsmenn til að byggja upp tengslanet við Asíu eða skipulagsheildir sem hafa ítök í Asíu. Það yrði til hagsbóta fyrir Marel. Niðurstaða höfunda er að Marel ætti að halda áfram viðskiptum við Asíu.

Samþykkt: 
  • 2.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19456


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tækifæri Marel í austri.pdf537.77 kBLokaður til...01.05.2040HeildartextiPDF