is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19459

Titill: 
 • Skiptir umhverfið máli? : hvernig kemur skóli margbreytileikans til móts við þarfir nemenda með heyrnarskerðingu sem nota talað mál?
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Markmið þessarar rannsóknar er að fá svör við rannsóknarspurningunni: Hvernig kemur skóli margbreytileikans til móts við þarfir nemenda með heyrnarskerðingu sem nota talað mál?
  Leitast er við að skoða hvernig grunnskólinn mætir þörfum þeirra við kennslu á erlendu máli og hvort umhverfið skipti máli í kennslustund. Rannsóknin er eigindleg og var gagna aflað með viðtölum. Þátttakendur voru þrír nemendur með heyrnarskerðingu sem nota talað mál, foreldrar þeirra og kennarar.
  Niðurstöður benda til þess að skólarnir mæti þörfum nemenda meðal annars með því að setja upp hljóðkerfi og hljóðdempandi loftplötur í kennslustofum, staðsetja nemendur framarlega í kennslustofum, skrifa mikilvægar upplýsingar á töflu og dreifa þeim skriflega til nemenda, aðlaga námsefni og skipta bekkjum í minni vinnuhópa. Þessi atriði voru ekki öll til staðar í sama skólanum og var misjafnt á milli skóla hvernig nemendum var mætt.
  Viðhorf kennara virðast hafa áhrif á það hvernig nemendum er mætt í kennslustund og mátti greina mun meiri skilning hjá þeim kennurum sem höfðu fengið fræðslu um málefni nemenda með heyrnarskerðingu. Fleiri þættir sem hafa áhrif í þessu sambandi eru meðal annars fjármagn og aðbúnaður skólanna. Svo virðist sem að fræðsla um málefni nemenda með heyrnarskerðingu auki skilning kennara en þess ber að geta að fræðslan var ekki að frumkvæði skólans heldur voru það foreldrar sem stuðluðu að henni.

 • How does the school of inclusion accommodate the needs of students with hearing loss
  who use spoken language?
  The objective of this study is to answer to the research question: How is the inclusive school accommodating the needs of students with hearing loss who use spoken language? The study seeks to examine how the primary school meets their needs when teaching a foreign language and whether the environment in the classroom matters. The study is a qualitative and data was gathered through interviews. Participants were three students with hearing loss who use spoken language, their parents and teachers.
  Results suggest that schools meet the needs of students by for example installing sound systems and sound insulating ceiling panels in classrooms, placing students at the front in classrooms, writing information on blackboards as well as handing out information sheets, adjusting the curriculum to suit their needs and dividing the class into smaller working groups. These items were not all present in the same school and it varied from one school to another how the needs of students were met.
  Teachers´ attitudes seem to affect how students are met in class and the teachers who had received training in the field of students with hearing loss had greater understanding of their needs than teachers who had not undergone such training. Other influential factors in this respect include the resources and facilities of the schools. It seems that education concerning students with hearing loss must face raises awareness among teachers, but it should be noted that the idea to offer such education did not come from the schools but was offered at the request of the parents.

Samþykkt: 
 • 2.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19459


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Asdís Hallgrimsdottir Skiptir umhverfið mali.pdf596.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna