is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19463

Titill: 
 • "Sá verður að vaka, sem á að halda öðrum vakandi" : hlutverk leikskólastjóra eftir efnahagshrun og framtíðarsýn þeirra
 • Titill er á ensku The role of preschool principals after the recession and an insight into the future of their profession
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að beina kastljósinu að starfi leikskólastjóra og komast að því hvort efnahagslægð síðustu ára hafi haft áhrif á starf þeirra, sérstaklega með tilliti til samskipta við starfsfólk og líðan þess. Auk þess var horft til framtíðar með stjórnendum og viðhorf þeirra könnuð til framtíðarhorfa leikskólastarfsins.
  Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru hálfopin viðtöl við sex leikskólastjóra í þremur bæjarfélögum á landinu. Allir leikskólastjórarnir eru reynslumiklir og hafa unnið við stjórnun leikskóla bæði fyrir og eftir efnahagshrun. Allir hafa þeir unnið sem leikskólastjórar í um og yfir 15 ár.
  Helstu niðurstöður eru þær að starf leikskólastjóra hefur breyst töluvert á síðustu árum og er starfið afar krefjandi samkvæmt viðmælendum. Merki eru um togstreitu í daglegu amstri, þar sem stjórnendur vilja halda uppi faglegu starfi á meðan heilmikill tími fer í að sinna starfsfólkinu og starfsmannahaldi á hverjum degi. Mörg ný hlutverk hafa bæst við flóru annarra verkefna og hefur efnahagshrunið ekki síst haft áhrif á umfang vinnunnar. Þátttakendum er umhugað um framtíðarhorfur leikskólastarfsins og hafa þeir vaxandi áhyggjur af lítilli endurnýjun í stéttinni. Einnig þurfa margir að finna nýjar leiðir í starfseminni til að viðhalda bæði fagfólki og fagmennsku.
  Helstu ályktanir sem draga má af viðtölunum við leikskólastjórana er að hlutverk leikskólanna hefur þróast umtalsvert á síðustu árum og með því hefur álag aukist í leikskólastarfinu. Laun og kjör leikskólakennara eru í brennidepli og auk þess hafa leikskólastjórar vaxandi áhyggjur af framtíðarhorfum leikskólakennarastéttarinnar. Umhverfi leikskólanna virðist einkennast af umhyggju, sveigjanleika og álagi í bland við fagmennsku og mikinn metnað starfsfólksins. Allir vilja gera sitt besta til að hlúa að börnunum og stuðla að menntun þeirra en glíma um leið við ýmsa álagsþætti sem gerir starfið erfitt og krefjandi.

Samþykkt: 
 • 2.9.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/19463


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-BSS.pdf947.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna