is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/19467

Titill: 
  • Áhrif breytinga á eignarhaldi fyrirtækja í kjölfar endurreisnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í kjölfar fjármálahrunsins voru áhrifin á land og þjóð gífurleg og eru heildaráhrif þess ekki fyllilega ljós enn þann dag í dag. Miklar eignarhaldsbreytingar áttu sér stað í efnahagskreppunni þar sem bankar tóku yfir fyrirtæki eða ríkið varð eigandi. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hver áhrifin voru þegar starfsmenn urðu eigendur í kjölfar endurreisnar, bæði á frammistöðu fyrirtækisins og á viðhorf og hegðun starfsmanna. Þar með voru gerðar tvær rannsóknarspurningar. Fyrri spurningin var hvort breytingar á eignarhaldi, þar sem starfsmenn urðu eigendur í kjölfar endurreisnar, höfðu jákvæð rekstrarleg áhrif á fyrirtækið. Send var spurningakönnun á 300 stærstu fyrirtækin á Íslandi til að finna út hjá hvaða fyrirtækjum eignarhaldsbreyting hafði átt sér stað. Þar á eftir voru fyrirtæki þar sem starfsmenn urðu eigendur greind til að meta frammistöðu þeirra þrjú ár fyrir og þrjú ár eftir breytingu á eignarhaldi. Niðurstöður sýna ekki fram á jákvæð rekstrarleg áhrif hjá fyrirtækjunum eftir að starfsmenn urðu eigendur
    Seinni spurningin var hvaða breytingar eignarhald, þar sem starfsmenn urðu eigendur höfðu á innviði fyrirtækisins. Tekin voru viðtöl við stjórnendur þriggja fyrirtækja þar sem starfsmenn höfðu orðið eigendur. Þar á eftir var spurningakönnun send á starfsmenn þeirra fyrirtækja sem voru eigendur og ekki eigendur. Svörin frá starfsmönnum sem urðu eigendur voru borin saman við þá sem ekki voru eigendur. Notuð voru svör starfsmanna og stjórnenda til að gá hvort samræmi var á milli þeirra. Helstu niðurstöður sýndu fram á að skuldbinding starfsmanna gagnvart fyrirtækinu hjá þeim starfsmönnum sem urðu eigendur óx til muna, ásamt því að eignarhald starfsmanna hefur sýnt fram á að það hjálpi til við að laða inn nýjan og góðan starfskraft.

Samþykkt: 
  • 2.9.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19467


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif breytinga á eignarhaldi fyrirtækja í kjölfar endurreisnar.pdf1.02 MBOpinnPDFSkoða/Opna